Námskeið fyrir þá sem hafa áhuga á smíði eðalmálma. Þátttakendur læra að beita helstu verkfærum gull- og silfursmíðinnar og að vinna með eldinn í mótun skartgripa. Tilvalið fyrir þá sem vilja fá innsýn í hvernig silfurhlutur verður til.
Þátttakendur læra um helstu eiginleika silfurs, læra að móta silfur og kveikja saman, þ.e. að beita eldi vð kveikingar. Þá eru kennd notkun á helstu verkfærum gull- og silfursmíðinnar. Þátttakendur vinna fyrst að grunnverkefnum og geta svo smíðað skartgripi að sínum eigin hugmyndum.
Námskeiðið hefur gagnast þeim sem hafa hug á að sækja um skólavist í gull- og silfursmíði, sem undirbúningur fyrir umsóknarferlið. Það gagnast einnig þeim sem langar að skyggnast inn í þennan heim og útbúa sér sitt eigið skart. Námskeiðin hafa sótt byrjendur sem og þeir sem lengra eru komnir. Markmiðið er að hver og einn fái góða kennslu og leiðbeiningu og því komast aðeins átta þátttakendur að í hvert námskeið.
Smelltu hér til að skrá þig á póstlistann og fá reglulegar fréttir af námskeiðum okkar.
20. janúar | mánudagur | 18:00 – 21:30 |
27. janúar | mánudagur | 18:00 – 21:30 |
3. febrúar | mánudagur | 18:00 – 21:30 |
10. febrúar | mánudagur | 18:00 – 21:30 |
17. febrúar | mánudagur | 18:00 – 21:30 |
24. febrúar | mánudagur | 18:00 – 21:30 |
9. mars | mánudagur | 18:00 – 21:30 |
16. mars | mánudagur | 18:00 – 21:30 |
Alls 28 klukkutímar
Námskeiðsgjald: 82.500kr.
Efni: Innifalið er efni að andvirði 12.000 kr.
Námskeið Endurmenntunarskólans eru styrkhæf hjá flestum fræðslusjóðum stéttarfélaga.
Námskeiðsgjöld eru óafturkræf nema forföll séu tilkynnt með a.m.k. þriggja sólarhringa fyrirvara.
Til að fá skírteini að loknu námskeiði þurfa þátttakendur að vera með lágmark 80% mætingu
Frjálst verkefnaval og frábær kennari
Skemmtilegast er ađ viđ ráđum algjörlega hvađa gripi viđ smíđum og hönnum þá sjálf.
Lifandi og skemmtileg kennsla.
Mjög góð aðstaða.
Kennd gerð víravirkis allt frá undirbúningi efnis að fullunnu skarti. Fjallað verður um mismunandi tegundir þjóðbúningasilfurs, svo og tímabil í íslenskri þjóðbúningargerð.
Harpa er gull-og silfursmíðameistari, fagstjóri og kennari við gull- og silfursmíðabraut Tækniskólans frá árinu 2000.
Já ef þú lætur okkur vita með þriggja daga fyrirvara (virkir dagar) í tölvupósti á [email protected] Annars býðst þér að fara endurgjaldslaust á næsta námskeið ef það er laust pláss.
Nei öll verkfæri eru á staðnum.
Já það er gert upp í lok námskeiðs.
Nei námskeiðið hentar bæði byrjendum og þeim sem hafa verið áður.
Já skírteini verða send í pósti að loknu námskeiði.