Menu

Námskeið

SketchUp framhald

SketchUp er hægt að nálgast ókeypis á netinu, Auk þess að vera frítt þá er helsti kostur forritsins sá að vera sett upp á afar einfaldan og þægilegan hátt.

Leiðbeinandi: Finnur Ingi Hermannsson
Námskeiðsgjald: 43.500 kr.
Hámarksfjöldi: 12
Forkröfur: Hafa lokið grunnnámskeiði í SketchUp.
Dagsetning: 20. mars 2019 - 03. apríl 2019

Námskeiðslýsing

Framhaldsnámskeið í Sketchup verður byggt upp líkt og vinnustofa þar sem þátttakendum er gefinn kostur að koma með eigin verkefni þar sem kennarinn verður til stuðnings. Einnig verður farið dýpra í notkun á forritinu með það að markmiði að nemendur geti hannað hugmyndir sínar.

Nauðsynlegt er að nemendur hafi almenna tölvuþekkingu ásamt því að hafa sótt grunnnámskeiðið í Sketchup og hafi þokkaleg tök á grunnhugtök forritsins.

Þrívíddarforritið SketchUp er hægt að nálgast frítt á netinu, http://sketchup.com Auk þess að vera frítt þá er helsti kostur forritsins sá að vera sett upp á afar einfaldan og þægilegan hátt, notendur forritsins eiga því mjög auðvelt með að ná tökum á notkun þess.

Forritið hentar fyrir margvíslegar teikningar. Sem dæmi má nefna teikningar af húsbyggingum, sólpöllum, innréttingum, innra skipulagi húsa, lóðum og jafnvel húslögnum

Forritið nýtist öllum þeim sem hafa áhuga á því að teikna og gefur það notandanum tækifæri á að sjá teikningar sínar í réttum hlutföllum í þrívídd. Það að sjá hlutina í þrívídd gefur mun betri skilning á því sem verið er að teikna, það má því einnig nýta forritið til að leysa úr flóknum byggingarhlutum.

Smelltu hér til að skrá þig á póstlistann og fá reglulegar fréttir af námskeiðum okkar.

 

 

Nánari upplýsingar

20. mars miðvikudagur 18:00 – 21:00
25. mars mánudagur 18:00 – 21:00
27. mars miðvikudagur 18:00 – 21:00
1. apríl mánudagur 18:00 – 21:00
3. apríl miðvikudagur 18:00 – 21:00

Alls 15 klukkutímar

Finnur Ingi Hermannsson.
Finnur er byggingafræðingur.

 

 

 

 

Námskeiðsgjald: 43.500kr.
PC tölvur eru á staðnum.

Námskeið Endurmenntunarskólans eru styrkhæf hjá flestum fræðslusjóðum stéttarfélaga.

 

Námskeiðsgjöld eru óafturkræf nema forföll séu tilkynnt með a.m.k. þriggja sólarhringa fyrirvara (virkir dagar).

Til að fá skírteini að loknu námskeiði þurfa þátttakendur að vera með lágmark 80% mætingu

Námskeið

Önnur námskeið

Námskeið / 7. - 14. febrúar 2019

Hönnun heimilisins

Kennd verða grunnatriði við hönnun heimilisins. Skoðaðir verða straumar og stefnur í innanhússhönnun ásamt efnis- og litavali. Námskeiðið miðast við að þátttakendur verði betur í stakk búnir að gera einfaldar breytingar á heimilinu og sjá umhverfi sitt í nýju ljósi.

Leiðbeinandi: Guðrún Atladóttir

Námskeið / 27. febrúar - 13. mars 2019

SketchUp grunnur

Þrívíddarforritið SketchUp er hægt að nálgast ókeypis á netinu, http://sketchup.com Auk þess að vera frítt þá er helsti kostur forritsins sá að vera sett upp á afar einfaldan og þægilegan hátt, notendur forritsins eiga því mjög auðvelt með að ná tökum á notkun þess.

Leiðbeinandi: Finnur Ingi Hermannsson

FAQ

Spurt og svarað

Fæ ég námskeiðsgjald endurgreitt ef ég kemst ekki á námskeiðið?

Já ef þú lætur okkur vita með þriggja daga fyrirvara áður en námskeið hefst (virkir dagar) í tölvupósti á endurmenntun@tskoli.is. Annars býðst þér að fara endurgjaldslaust á næsta námskeið ef það er laust pláss.

Þarf maður að koma með tölvu með sér?

Nei það er ekki nauðsynlegt. Þátttakendur fá aðgang að PC tölvum.

Fæ ég skírteini í lok námskeiðs?

Já skírteini verða send í pósti að loknu námskeiði.

Spurningar

Hafðu samband og við svörum þér um hæl!

  • This field is for validation purposes and should be left unchanged.