fbpx
Menu

Námskeið

Skissuteikning

Ekki liggja fyrir dag­setn­ingar fyrir vorönn 2021.
Hægt er að skrá sig með fyr­ir­vara á nám­skeiðið.
Þátttakendur læra undirstöðu skissutækninnar.

Námskeiðsgjald: 32.500 kr.
Hámarksfjöldi: 15
Forkröfur: Engar
Fyrirspurnir: [email protected]

Námskeiðslýsing

Áhersla er lögð á línur og einföld form. Nánasta umhverfi verður skoðað og rými innanhúss og utan. Þátttakendur vinna í skissubækur, gera einfaldar æfingar með blýanti og penna, skoða skyggingar og fleira.

Smelltu hér til að skrá þig á póstlistann og fá reglulegar fréttir af námskeiðum okkar.

 

Nánari upplýsingar

Vorönn 2021
Dagsetningar munu birtast hér um leið og þær liggja fyrir.

fimmtudagur 18:00- 20:30
þriðjudagur 18:00- 20:30
fimmtudagur 18:00- 20:30
þriðjudagur 18:00- 20:30

Alls 10 klukkutímar

Ragnheiður Linda Eyjólfsdóttir.
Ragnheiður er grafískur hönnuður FÍT.

 

 

Námskeiðsgjald: 32.500kr.

Námskeið Endurmenntunarskólans eru styrkhæf hjá flestum fræðslusjóðum stéttarfélaga.

 

Námskeiðsgjöld eru óafturkræf nema forföll séu tilkynnt með a.m.k. þriggja sólarhringa fyrirvara.

Til að fá skírteini að loknu námskeiði þurfa þátttakendur að vera með lágmark 80% mætingu

Námskeiðið var bæði skemmtilegt og gott. Ragnheiður Linda fór vel í teikningu fjarvíddar, skyggingu og útskýringar sem fylgdi kennslunni. Hún sýndi nemendum hlýtt viðmót og var áhugasöm að leiðbeina þeim með verkefnin.

Þetta var sérlega gott námskeið. Ragnheiður Linda er mjög skipulögð og hvetjandi. Hún lagði fyrir hvert verkefnið á fætur öðru og þau byggðu smám sama upp aukna leikni hjá nemandanum. Verkefnin voru spennandi og heil mikil áskorun að vinna þau. Linda var auk þess fróð og skemmtileg, benti á athyglisverðar síður og myndbönd.

Kennarinn, Ragnheiður Linda, var mjög góð að mínu mati. Hún býr greinilega yfir mikilli reynslu og á auðvelt með að miðla af þeirri reynslu til nemenda.

FAQ

Spurt og svarað

Hvað þarf ég að taka með á námskeiðið?

Þú þarft að mæta með skissubók í A4 stærð, blýant HB, strokleður og tússpenna í nokkrum stærðum.

 

Fæ ég námskeiðsgjöld endurgreidd ef ég kemst ekki á námskeiðið?

Já ef þú lætur okkur vita með þriggja daga fyrirvara (virkir dagar) í tölvupósti á [email protected] eða í síma 514 9602.

Annars býðst þér að fara endurgjaldslaust á næsta námskeið ef það er laust pláss.

Spurningar

Hafðu samband og við svörum þér um hæl!

  • This field is for validation purposes and should be left unchanged.