fbpx
Menu

Námskeið

Smáskipavélavörður – vélgæsla

Námskeiðið veitir réttindi til að vera vélavörður á skipi með 750 kW vél og minni og 12 m og styttra að skráningarlengd.

Leiðbeinendur: Hlöðver Eggertsson, Þorsteinn Friðriksson
Hámarksfjöldi: 14

Námskeiðslýsing

Um er að ræða bóklegt og verklegt nám. Verklegi þátturinn felst í almennri vélstjórn og bilanagreiningu.

Farið verður í álagskeyrslu véla, dísilvélina + kerfi, forhleðslu, rafmagn, eldsneyti + kerfi, afgas + kerfi, varahluti og vetrargeymslu, reglur, vökvakerfi og frágang véla.

Innifalið: Hefti um vökvakerfi, Rafkerfi báta og Kennslubók í vélgæslu.

Námskeiðinu lýkur með 100% prófi:

Rafmagnsfræði og vökvakerfi 30%

Vélfræði og reglugerðir 70%

Mætingarskylda er 85% til að geta farið í próf.

Nánari upplýsingar

mánudagur 18:00 – 22:00
þriðjudagur 18:00 – 22:00
miðvikudagur 18:00 – 22:00
fimmtudagur 18:00 – 22:00
föstudagur 18:00 – 22:00
laugardagur 8:00 – 16:30
sunnudagur 8:00 – 17:30
mánudagur 18:00 – 22:00
þriðjudagur 18:00 – 22:00
miðvikudagur 18:00 – 22:00
fimmtudagur 18:00 – 22:00
föstudagur 18:00 – 22:00

Alls 57 klukkutímar

Hlöðver Eggertsson og Þorsteinn Friðriksson eru báðir kennarar hjá Véltækniskóla Tækniskólans.

Námskeiðsgjald:

Innifalið: Hefti um vökvakerfi, Rafkerfi báta og Kennslubók í vélgæslu.

Námskeið Endurmenntunarskólans eru styrkhæf hjá flestum fræðslusjóðum stéttarfélaga.

 

Námskeiðsgjöld eru óafturkræf nema forföll séu tilkynnt með a.m.k. þriggja sólarhringa fyrirvara (virkir dagar) í síma 514 9602 eða á [email protected]

Til að fá skírteini að loknu námskeiði þurfa þátttakendur að vera með lágmark 80% mætingu

FAQ

Spurt og svarað

Fæ ég námskeiðsgjöld endurgreidd ef ég kemst ekki á námskeiðið?

Já ef þú lætur okkur vita með þriggja daga fyrirvara (virkir dagar) í tölvupósti á [email protected]

Annars býðst þér að fara endurgjaldslaust á næsta námskeið ef það er laust pláss.

Spurningar

Hafðu samband og við svörum þér um hæl!

  • This field is for validation purposes and should be left unchanged.