Kennd eru rétt vinnubrögð við trésmíðavélar og handverkfæri fyrir trésmíði, samsetningu, samlímingu, pússningu og lökkun.
Námskeiðið er eingöngu ætlað konum.
Þátttakendur smíða lítinn eldhúskoll sem var vinsæll á árunum 1940 – 1960. Þessi með lokinu sem var heima hjá afa og ömmu. Stóllinn nýtist sem hirsla t.d. undir verkfæri, prjónadót, saumadót og smádót.
Innifalið: Allt efni í kollinn.
Smelltu hér til að skrá þig á póstlistann og fá reglulegar fréttir af námskeiðum okkar.
Tími:
20. september | þriðjudagur | 18:00 – 21:20 |
21. september | miðvikudagur | 18:00 – 21:20 |
27. september | þriðjudagur | 18:00 – 21:20 |
28. september | miðvikudagur | 18:00 – 21:20 |
4. október | þriðjudagur | 18:00 – 21:20 |
5. október | miðvikudagur | 18:00 – 21:20 |
Alls 20 klukkutímar
Hugrún Inga Ingimundardóttir.
Hugrún Inga er húsgagnasmíðameistari og kennari við Byggingatækniskóla Tækniskólans.
Námskeiðsgjald: 70.500 kr.
Efni: Innifalið efni í kollinn.
Námskeið Endurmenntunarskólans eru styrkhæf hjá flestum fræðslusjóðum stéttarfélaga.
Gjaldfært er af greiðslukortum viku áður en námskeið hefst.
Námskeiðsgjöld eru óafturkræf nema forföll séu tilkynnt með a.m.k. þriggja sólahringa fyrirvara (virkir dagar) á [email protected]
Skráningargjald 12.000 kr. fæst ekki endurgreitt.
Til að fá skírteini að loknu námskeiði þurfa þátttakendur að vera með lágmark 80% mætingu.
Kennslan er kynning og sýnikennsla á þeim fjölmörgu efnum og aðferðum sem notuð eru til viðgerða á gömlum húsgögnum. Þátttakendur taki með sér minni hluti eins og stól, náttborð eða innskotsborð til að vinna með.
Þátttakendum er kennt að tileinka sér grundvallaratriði í fatasaumi svo þeir geti unnið á saumavél og saumað flík að eigin vali.
Já skírteini verða send í pósti að loknu námskeiði.