Viltu læra að sauma einfalda flík að eigin vali? Þú lærir að taka mál, taka upp snið úr blöðum og breyta þeim ef þörf er á. Þátttakendur eru hvattir til að koma með eigin saumavélar og áhöld á námskeiðið.
Fyrir 12-16 ára
Á námskeiðinu lærir þú að taka mál, taka upp snið úr blöðum og breyta þeim ef þörf er á. Einnig er farið í hversu mikið efni þarf í fötin sem þú ætlar að sauma.
Þátttakendur sauma um eina flík á námskeiðinu.
Smelltu hér til að skrá þig á póstlistann og fá reglulegar fréttir af námskeiðum okkar.
Dagsetningar verða birtar þegar nær dregur.
Katla Sigurðardóttir, kennari við fataiðn Tækniskólans.