Viltu læra að sauma einfalda flík að eigin vali? Þú lærir að taka mál, taka upp snið úr blöðum og breyta þeim ef þörf er á. Þátttakendur eru hvattir til að koma með eigin saumavélar og áhöld á námskeiðið.
Fyrir 12-16 ára
Á námskeiðinu lærir þú að taka mál, taka upp snið úr blöðum og breyta þeim ef þörf er á. Einnig er farið í hversu mikið efni þarf í fötin sem þú ætlar að sauma.
Þátttakendur sauma um eina flík á námskeiðinu.
Smelltu hér til að skrá þig á póstlistann og fá reglulegar fréttir af námskeiðum okkar.
Tími:
20. júní | mánudagur | 09:00 – 12:00 |
21. júní | þriðjudagur | 09:00 – 12:00 |
22. júní | miðvikudagur | 09:00 – 12:00 |
23. júní | fimmtudagur | 09:00 – 12:00 |
24. júní | föstudagur | 09:00 – 12:00 |
Alls 15 klukutímar
Birna Sigurjónsdóttir,
Birna lærði fatahönnun í Kaupmannahöfn. Hún lærði svo klæðskurð í Tækniskólanum. Hún hefur starfað beint og óbeint við fagið frá árinu 2007.
Námskeiðsgjald: 26.000 kr.
Gjaldfært er af greiðslukortum viku áður en námskeið hefst.
Námskeiðsgjöld eru óafturkræf nema forföll séu tilkynnt með a.m.k. þriggja sólahringa fyrirvara (virkir dagar) á [email protected]
Skráningargjald fæst ekki endurgreitt.
Gjaldskrá Endurmenntunarskólans
Til að fá skírteini að loknu námskeiði þurfa þátttakendur að vera með lágmark 80% mætingu.