Viltu læra að búa til þrívíddartölvuleik?
Þú lærir grunnatriði forritunar og prófar þrívíddarumhverfi. Forritið er frítt á netinu svo þú getur haldið áfram að læra eftir námskeiðið.
Fyrir 12-16 ára
Markmið námskeiðsins er að kynna forritun með notkun Unity3D umhverfisins. Þátttakendur kynnast grunnatriðum forritunar og jafnframt æfast þeir í að vinna í þrívíddarumhverfi. Eftir námskeiðið munu þátttakendur hafa búið til einfaldan þrívíddartölvuleik.
Unity3D hefur gert forritun og tölvuleikjagerð aðgengilegri en áður og fara vinsældir þess sívaxandi.
Forritið er frítt til einkanota svo þátttakendur geta haldið áfram að auka kunnáttu sína eftir að námskeiði lýkur.
Tölvur eru á staðnum.
Smelltu hér til að skrá þig á póstlistann og fá reglulegar fréttir af námskeiðum okkar.
18. júní | mánudagur | 09:00 – 12:00 |
19. júní | þriðjudagur | 09:00 – 12:00 |
20. júní | miðvikudagur | 09:00- 12:00 |
21. júní | fimmtudagur | 09:00 – 12.00 |
22. júní | föstudagur | 09:00 – 12:00 |
Alls 15 klukkutímar
Karl Ágústsson.
Karl er kennari í Upplýsingatækniskóla Tækniskólans.
Námskeiðsgjald: 19.900 kr.
Námskeiðsgjöld eru óafturkræf nema forföll séu tilkynnt með a.m.k. þriggja sólarhringa fyrirvara (virkir dagar) í síma 514 9602 eða á endurmenntun@tskoli.is
Til að fá skírteini að loknu námskeiði þurfa þátttakendur að vera með lágmark
80% mætingu.
Viltu gera tilraunir með rafmagn og búa til rafeindarásir?
Viltu læra að búa til þrívíddartölvuleik? Þú lærir grunnatriði forritunar og prófar þrívíddarumhverfi. Forritið er frítt á netinu svo þú getur haldið áfram að læra eftir námskeiðið.