Tækniskóli unga fólksins – Málað með hugmyndafluginu
Við ætlum að gera tilraunir, mála og skapa myndlist með fjölbreyttum og óvenjulegum aðferðum og hlutum.

Námskeiðsgjald
25.000 kr.
Staðsetning
Dagsetning
10. júní 2025 - 13. júní 2025
Við ætlum að gera tilraunir, mála og skapa myndlist með fjölbreyttum og óvenjulegum aðferðum og hlutum.
25.000 kr.
10. júní 2025 - 13. júní 2025
Aðferðir verða kynntar en hver og einn eða minni hópar vinna sín verk á sinn hátt. Þetta námskeið bíður upp á hreyfingu og vera færanlegur í sköpuninni og lítið pláss til að sitja kyrr og huga að smáatriðum. Þarna er kjörið tækifæri á að vinna út fyrir ramman og fyrri hugmyndir um myndlist verða hugsaðar upp á nýtt.
Guðrún Ragnheiður Guðmundsdóttir
12
Fyrir 10–14 ára
Skráðu þig á póstlista Endurmenntunarskólans
Dagsetning | Vikudagur | Tímasetning |
---|---|---|
10. júní | Þriðjudagur | 09:00 - 12:00 |
11. júní | Miðvikudagur | 09:00 - 12:00 |
12. júní | Fimmtudagur | 09:00 - 12:00 |
13. júní | Föstudagur | 09:00 - 12:00 |
Alls 12 klst.
Guðrún Ragnheiður Guðmundsdóttir
Guðrún er mikið náttúrubarn og hefur unnið mikið út frá náttúrunni í sinni vinnu. Hún útskrifaðist af blómaskreytingabraut Garðyrkjuskólans með áherslu á notkun náttúrunnar í skreytingar. Í Danmörku lærði Guðrún fatahönnun fyrir framleiðslufyrirtæki og árið 2019 útskrifaðist hún sem grunnskóla kennari og listgreinakennari framhaldsskóla frá Listaháskóla Íslands og Leikskólakennari sama ár.
Gjaldfært er af greiðslukortum viku áður en námskeið hefst.
Námskeiðsgjöld eru óafturkræf nema forföll séu tilkynnt með a.m.k. þriggja sólahringa fyrirvara (virkir dagar) á [email protected]
Skráningargjald fæst ekki endurgreitt.