Viltu læra að taka upp eigið myndefni í greenscreen stúdíói og bæta við upptökuna tæknibrellum, hljóði og tónlist? Þú lærir grunnatriði í tæknibrellum, vinna í greenscreen stúdíói og samsetningu myndefnis.
Farið er yfir grunnatriði í gerð tæknibrellna. Þátttakendur tækla þætti sem viðkoma storyboard, vinnu í greenscreen stúdíói og samsetningu myndefnis. Þeir taka upp eigið myndefni, bæta við það tæknibrellum, skipta út umhverfi og klippa saman senur með hljóði og tónlist.
Á námskeiðinu er unnið með forritin After Effects og Premiere Pro.
Markmið námskeiðisins er að vekja áhuga á framleiðslu myndefnis og nýtingar tæknibrellna í framleiðslunni. Afrakstur námskeiðsins er stuttmynd framleidd af hverjum nemanda.
Smelltu hér til að skrá þig á póstlistann og fá reglulegar fréttir af námskeiðum okkar.
Dagsetningar verða auglýstar þegar nær dregur.
Stefán Þórsson.
Stefán er kennari í Margmiðlunarskóla Tækniskólans. Hann hefur starfað sem tölvubrellusmiður síðastliðin 12 ár. Hann útskrifaðist með MFA Computer Animation frá Miami International University (MIU) árið 2006
Námskeiðsgjald:
Námskeiðsgjöld eru óafturkræf nema forföll séu tilkynnt með a.m.k. þriggja sólarhringa fyrirvara (virkir dagar) í síma 514 9602 eða á endur[email protected]