fbpx
Menu

Námskeið

Tækniskóli unga fólksins – Tæknibrellur og upptökur

Viltu læra að taka upp eigið myndefni í greenscreen stúdíói og bæta við upptökuna tæknibrellum, hljóði og tónlist? Þú lærir grunnatriði í tæknibrellum, vinna í greenscreen stúdíói og samsetningu myndefnis.

Leiðbeinandi: Stefán Þórsson
Hámarksfjöldi: 8
Forkröfur: Fyrir 12-16 ára

Námskeiðslýsing

Farið er yfir grunnatriði í gerð tæknibrellna. Þátttakendur tækla þætti sem viðkoma storyboard, vinnu í greenscreen stúdíói og samsetningu myndefnis. Þeir taka upp eigið myndefni, bæta við það tæknibrellum, skipta út umhverfi og klippa saman senur með hljóði og tónlist.

Á námskeiðinu er unnið með forritin After Effects og Premiere Pro.

Markmið námskeiðisins er að vekja áhuga á framleiðslu myndefnis og nýtingar tæknibrellna í framleiðslunni. Afrakstur námskeiðsins er stuttmynd framleidd af hverjum nemanda.

Smelltu hér til að skrá þig á póstlistann og fá reglulegar fréttir af námskeiðum okkar.

 

 

Nánari upplýsingar

Stefán Þórsson.
Stefán er kennari í Margmiðlunarskóla Tækniskólans. Hann hefur starfað sem tölvubrellusmiður síðastliðin 12 ár. Hann útskrifaðist með MFA Computer Animation frá Miami International University (MIU) árið 2006

 

Spurningar

Hafðu samband og við svörum þér um hæl!

  • This field is for validation purposes and should be left unchanged.