Menu

Námskeið

Tækniskóli unga fólksins – Tæknibrellur og upptökur

Fyrir 12 - 16 ára. Viltu læra að taka upp eigið myndefni í greenscreen stúdíói og bæta við upptökuna tæknibrellum, hljóði og tónlist? Þú lærir grunnatriði í tæknibrellum, að skrifa handrit/storyboard, vinna í greenscreen stúdíói og samsetningu myndefnis.

Námskeiðsgjald: 19.900 kr.
Hámarksfjöldi: 8
Forkröfur: Fyrir 12-16 ára

Námskeiðslýsing

Fyrir 12-16 ára

Farið er í grunnatriði í gerð tæknibrellna. Þátttakendur læra mikilvægustu þætti þess að skrifa handrit/storyboard, vinna í greenscreen stúdíói og samsetningu myndefnis. Þeir taka upp eigið myndefni, bæta við það tæknibrellum, skipta út umhverfi og klippa saman senur með hljóði og tónlist.

Á námskeiðinu verður unnið með forritin After Effects og Premiere Pro.

Markmið námskeiðisins er að vekja áhuga á framleiðslu myndefnis og nýtingar tæknibrellna í framleiðslunni. Afrakstur námskeiðsins er stuttmynd skrifuð og framleidd af hverjum nemanda.

Smelltu hér til að skrá þig á póstlistann og fá reglulegar fréttir af námskeiðum okkar.

 

 

Nánari upplýsingar

Námskeið Tækniskóla unga fólksins hefjast um miðjan júní 2019.

Hvert námskeiðið er 15 klukkutímar og er boðið upp á námskeið bæði fyrir og eftir hádegi.

Nánari upplýsingar í síma 514 9602/514 9603 eða endurmenntun@tskoli.is

Upplýsingar um tímatöflu koma síðar.

 

Námskeiðsgjald: 19.900 kr.

 

Námskeiðsgjöld eru óafturkræf nema forföll séu tilkynnt með a.m.k. þriggja sólarhringa fyrirvara (virkir dagar)  í síma 514 9602 eða á endurmenntun@tskoli.is

 

Námskeið

Önnur námskeið

Námskeið / júní 2019

Tækniskóli unga fólksins – Vélmennasmiðja

Viltu læra að setja saman vélmenni, byggja og forrita bíl og bát? Þú færð góðan grunn í að forrita á Arduino örgjörva, að tengja saman rafrásir, vinna með þrívíddarprentuð mótel og margt fleira.

Leiðbeinandi: Gunnhildur Fríða, Kristín Dóra, Hannes Árni og Ásþór

Spurningar

Hafðu samband og við svörum þér um hæl!

  • This field is for validation purposes and should be left unchanged.