fbpx
Menu

Námskeið

Tækniskóli unga fólksins – Vélmennasmiðja

Viltu læra að setja saman og forrita vélmenni á skapandi hátt? Á námskeiðinu færð þú góðan grunn í að forrita á Arduino örgjörva, vinna með laserskorin módel, tengja saman rafrásir, og margt fleira.

Leiðbeinandi: Hannes Árni, Kristín Dóra og Gunnhildur Fríða
Hámarksfjöldi: 12
Forkröfur: Fyrir 12 - 16 ára
Fyrirspurnir: [email protected]

Almennar upplýsingar

Á námskeiðinu læra þátttakendur að búa til og forrita vélmenni á skapandi hátt.
Markmiðið er að þátttakendur skemmti sér við að skapa og lögð er áhersla á að námsefnið sé kennt á skemmtilegan og nútímalegan hátt. Allur efniskostnaður er innifalinn í verðinu og í lok námskeiðs fá þátttakendur að taka með sér heim sjálfstýrðan bíl sem þeir búa til.

Nánari upplýsingar

Dagsetningar auglýstar þegar nær dregur.

Leiðbeinendur á námskeiðinu eru Gunnhildur Fríða Hallgrímsdóttir, Hannes Árni Hannesson og Kristín Dóra Sigurðardóttir en þau eru öll núverandi og fyrrverandi nemendur á tækni- og vísindaleið K2.

Námskeiðsgjald:

Allt efni er innifalið í nám­skeiðsgjaldinu.

Nám­skeiðsgjöld eru óaft­ur­kræf nema for­föll séu til­kynnt með a.m.k. þriggja sól­ar­hringa fyr­ir­vara (virkir dagar)  í síma 514 9602 eða á end­ur­[email protected]

Spurningar

Hafðu samband og við svörum þér um hæl!

  • This field is for validation purposes and should be left unchanged.