Viltu læra að setja saman vélmenni, byggja og forrita bíl og bát? Þú færð góðan grunn í að forrita á Arduino örgjörva, að tengja saman rafrásir, vinna með þrívíddarprentuð mótel og margt fleira.
Á námskeiðinu læra þátttakendur að búta til og forrita vélmenni á skapandi hátt.
Markmiðið er að þátttakendur skemmti sér við að skapa og lögð er áhersla á að námsefnið sé kennt á skemmtilegan og nútímalegan hátt. Allur efniskostnaður er innifalinn í verðinu og í lok námskeiðs fá þáttakendur að taka með sér heim fjarstýrðan bíl sem þeir búa til.
Námskeið Tækniskóla unga fólksins hefjast um miðjan júní 2019.
Hvert námskeiðið er 15 klukkutímar og er boðið upp á námskeið bæði fyrir og eftir hádegi.
Nánari upplýsingar í síma 514 9602/514 9603 eða endurmenntun@tskoli.is
Upplýsingar um tímatöflu koma síðar.
Leiðbeinendur á námskeiðinu eru Gunnhildur Fríða Hallgrímsdóttir, Kristín Dóra Sigurðardóttir, Hannes Árni Hannesson, Ásþór Björnsson en þau eru öll nemendur á tækni- og vísindaleið K2.
Ábyrgðaraðilar námskeiðsins eru Nanna Kristjana Traustadóttir og Ólafur Sveinn Jóhannesson.
Námskeiðsgjald: 19.900 kr.
Allt efni er innifalið.
Námskeiðsgjöld eru óafturkræf nema forföll séu tilkynnt með a.m.k. þriggja sólarhringa fyrirvara (virkir dagar) í síma 514 9602 eða á endurmenntun@tskoli.is