Menu

Námskeið

Útskurður í tré

Hentar byrjendum sem og lengra komnum því þátttakendum er mætt þar sem þeir eru staddir í útskurði.

Leiðbeinandi: Anna Lilja Jónsdóttir
Námskeiðsgjald: 50.500 kr.
Hámarksfjöldi: 12
Forkröfur: Engar
Dagsetning: 16. febrúar 2019 - 16. mars 2019

Námskeiðslýsing

Kennd eru grunnatriði við útskurð í tré, beiting útskurðarjárna og viðhald bits í þeim.
Kynnt eru efni og áhöld og farið í mikilvægi teikningar og kennt hvernig færa á mynstur af teikningu yfir á tré.

Byrjendur fá æfingastykki (bakka), önnur verkefni eru stigþyngjandi.

Smelltu hér til að skrá þig á póstlistann og fá reglulegar fréttir af námskeiðum okkar.

 

Nánari upplýsingar

16. febrúar laugardagur 09:00 – 13:00
2. mars laugardagur 09:00 – 13:00
9. mars laugardagur 09:00 – 13:00
16. mars laugardagur 09:00 – 13:00

Alls 16 klukkutímar

Anna Lilja Jónsdóttir.
Anna er með meistararéttindi í myndskurði. Hún hefur kennt á námskeiðum í útskurði í mörg ár.

 

 

 

Námskeiðsgjald: 50.500kr.
Efni: Innifalið er efni  til minni verka (prufustykki).
Efni til stærri verkefna er ekki innifalið.

Námskeið Endurmenntunarskólans eru styrkhæf hjá flestum fræðslusjóðum stéttarfélaga.

 

Námskeiðsgjöld eru óafturkræf nema forföll séu tilkynnt með a.m.k. þriggja sólarhringa fyrirvara.

Til að fá skírteini að loknu námskeiði þurfa þátttakendur að vera með lágmark 80% mætingu

Námskeiðið uppfyllir allar mínar þarfir.

Kostur að  geta unnið á sínum eigin hraða.

Kennarinn alltaf til staðar og hjálpfús.

 

Námskeið

Önnur námskeið

Námskeið / 3. - 17. október 2019

Húsgagnaviðgerðir

Kennslan er kynning og sýnikennsla á þeim fjölmörgu efnum og aðferðum sem notuð eru til viðgerða á gömlum húsgögnum. Þátttakendur taki með sér minni hluti eins og stól, náttborð, innskostsborð til að vinna með.

Leiðbeinandi: Hallgrímur G Magnússon

Námskeið / 7. - 28. maí 2019

Lesið í skóginn, ferskviðartálgun

Á námskeiðinu öðlast þátttakendur færni í tálgun úr ferskum viði, meðhöndlun tálgugripa og bitáhalda og þekkingu á efnisöflun úr nærumhverfinu.

Leiðbeinandi: Ólafur Oddsson

FAQ

Spurt og svarað

Fæ ég námsskeiðsgjald endurgreitt ef ég kemst ekki á námskeiðið?

Já ef þú lætur okkur vita með þriggja daga fyrirvara (virkir dagar) í tölvupósti á [email protected]  Annars býðst þér að fara endurgjaldslaust á æsta námskeið ef það er laust pláss.

Er efni innifalið í námskeiðsgjaldi?

Efni til minni verka (prufustykki) er innifalin í námskeiðsgjaldi. Efni til stærri verkefna er ekki innifalið.

Byrjendur fá æfingastykki (bakka), önnur verkefni eru stigþyngjandi.

Er þetta námskeið eingöngu fyrir byrjendur?

Nei námskeiðið hentar bæði byrjendum og þeim sem hafa verið áður.
Fyrir þá sem hafa verið áður verða verkefnin stigþyngjandi.

Fæ ég skírteini í lok námskeiðs?

Já þú færð skírteini í lok námskeiðs.

Spurningar

Hafðu samband og við svörum þér um hæl!

  • This field is for validation purposes and should be left unchanged.