Menu

Námskeið

Vefsíðuforritun

Grunnnámskeið þar sem þú lærir þú að forrita vefsíðu frá grunni með HTML, CSS og jQuery. Þú lærir meðal annars meðhöndlun texta og mynda fyrir vef, hönnun leiðakerfa og uppsetningu vefs.

Leiðbeinandi: Karl Ágústsson
Námskeiðsgjald: 45.500 kr.
Hámarksfjöldi: 15

Námskeiðslýsing

Ekki er nauðsynlegt að hafa reynslu eða kunnáttu í forritun til að sækja námskeiðið.

Tölvur eru á staðnum.

Smelltu hér til að skrá þig á póstlistann og fá reglulegar fréttir af námskeiðum okkar.

Nánari upplýsingar

fimmtudagur 18:00 – 22:00
þriðjudagur 18:00 – 22:00
fimmtudagur 18:00 – 22:00
þriðjudagur 18:00 – 22:00

Alls 16 klukkutímar

Karl Ágústsson.

Karl er kennari í Upplýsingatækniskóla Tækniskólans og hefur kennt á upplýsinga- og fjölmiðlabraut og tölvubraut í 8 ár; forritun, vefforritun og myndvinnslu.

Námskeiðsgjald: 45.500 kr.
Námskeið Endurmenntunarskólans eru styrkhæf hjá flestum fræðslusjóðum stéttarfélaga.

 

Námskeiðsgjöld eru óafturkræf nema forföll séu tilkynnt með a.m.k. þriggja sólarhringa fyrirvara (virkir dagar) í síma 514 9602 eða á endurmenntun@tskoli.is.

Til að fá skírteini að loknu námskeiði þurfa þátttakendur að vera með lágmark 80% mætingu

Flottur kennari fór vel í námsefnið.

Námskeið

Önnur námskeið

Námskeið / Haust 2018

Forritun í C#

Farið í grunnþætti forritunar. Notast verður við C# forritunarmálið sem kemur úr smiðju Microsoft og er eitt vinsælasta forritunarmálið í dag. Ætlað byrjendum og hugsað fyrir þá sem vilja kynna sér undirstöðuatriði forritunar.

Leiðbeinandi: Karl Ágústsson, Kennari í Upplýsingatækniskólanum

Námskeið / Haust 2018

Forritun í Python

Grunnnámskeið þar sem þú lærir almenn grunnatriði í forritun. Þú lærir meðal annars um breytur, skilyrðissetningar, lykkjur og fylki.

Leiðbeinandi: Karl Ágústsson, Kennari í Upplýsingatækniskólanum

FAQ

Spurt og svarað

Fæ ég námskeiðsgjöld endurgreidd ef ég kemst ekki á námskeiðið?

Já ef þú lætur okkur vita með þriggja daga fyrirvara (virkir dagar) í tölvupósti á endurmennntun@tskoli.is.

Annars býðst þér að fara endurgjaldslaust á næsta námskeið ef það er laust pláss.

Spurningar

Hafðu samband og við svörum þér um hæl!