fbpx
Menu

Nefndir NST

Nefndir NST

Miðstjórn NST er samsett af 5 nemendum og hafa þau yfirsýn yfir félagslíf og hagsmunamál nemenda í Tækniskólanum. Í svona stórum skóla er auðvitað ekki hægt að ætlast til þess að 5 manns haldi utan um allt saman og þess vegna treystir bæði miðstjórn og nemendur skólans á nefndir til þess að vinna að viðburðum og hagsmunamálum nemenda.

Fjölbreytt verkefni

Nefndir vinna að ýmsum verkefnum, viðburðum og hagsmunabaráttu nemenda eftir eðli nefndanna. Þeir sem hafa áhuga á að sitja í nefnd geta sent póst á félagsmálafulltrúa sem kemur því í ferli. Allar nefndir eru opnar og taka við áhugasömum þátttakendum með opnum örmum.
Þær nefndir sem eru virkar á vegum NST eru:

Pulsan (Vídeónefnd)

Pulsan sér um að gera myndbönd til að auglýsa viðburði á vegum NST ásamt því að taka upp á viðburðum og gera myndbönd fyrir og úr félagslífinu.

Jafnréttisnefnd nemenda

Jafnréttisnefnd nemenda fjallar um jafnréttismál nemenda í skólanum og á fulltrúa sem situr í Jafnréttisnefnd Tækniskólans, sem er skipuð af nemendum og starfsmönnum skólans. Jafnréttisnefnd nemenda hefur einnig haldið utan um ýmis átaksverkefni, s.s. #sjúkást á vegum Stígamóta.

Skemmtinefnd

Skemmtinefnd vinnur að skipulagningu skemmtiviðburða í samráði við miðstjórn NST. Meðal viðburða og verkefna sem skemmtinefnd vinnur að má nefna böll, nýnemaferð og tónleika ásamt hinum ýmsu mótum sem eru haldin á vegum NST.

Auglýsinganefnd

Auglýsinganefnd sér um að hanna auglýsingar, plaggöt og útgefið efni á vegum NST. Allt frá skjáauglýsingum og Facebook auglýsingum upp í stór plaggöt og fána.

Tækninefnd

Tækninefndin hefur umsjón og sér um utanumhald á öllum tækjamálum NST og vinnur að tæknimálum á viðburðum á vegum NST, s.s. við uppsetningu hljóð- og ljósakerfa á viðburðum.

LNT – LAN nefnd Tækniskólans

LNT skipuleggur LAN Tækniskólans sem fer fram einu sinni á önn, ýmist í matsal skólans við Skólavörðuholt eða í íþróttahúsinu við Digranes.