fbpx
Menu

Tækniskólaskýið – PC

06. maí 2019

Tækniskólaskýið – PC

ATH: Til að geta skráð sig inn á tölvur skólans og Tækniskólaskýið þarf að vera með notendanafn og lykilorð. (Gleymt lykilorð, sjá https://lykilord.tskoli.is/)

Við erum með tvær leiðir til að komast á Tækniskólaskýið núna.

Leið 1: HTML5 í vafra

1. Opna síðuna

Fyrst farið inn á vdi.tskoli.is í vafra að eigin vali. ATH: Vafrinn þarf að stðyja HTML5. Flestir vafrar í dag styðja þennan staðal en eldri útgáfur af vöfrum gætu lent í vandræðum með það. Ef vafrinn nær ekki að opna síðuna eða sýndarvélina þá skulið þið uppfæra vafrann eða prófa annan vafra.

2. Skrá inn

Skráið ykkur inn á síðuna með sama aðgangi og þið notið inn á tölvur skólans.

3. Veljið tölvuna

Þið sjáið hjá ykkur alla þá valmöguleika sem þið hafið aðgang að og getið ákveðið út frá því hvaða tölvu þið viljið tengjast.

4. Viðvörun

Eftir að þið smellið á tölvuna mun koma viðvörun sem biður ykkur um að leyfa sýndarvélinni að fá aðgang að prenturum og clipboard á tölvunni ykkar. Ef þið viljið ekki að sýndarvélin hafi aðgang að þessu, afhakið þá hökin sem þið viljið ekki hafa. Hakið síðan í “Son’t ask me again for connections on this computer” til að hindra að þessi viðvörun komi aftur þegar að þið tengist frá þessarri tölvu

Eftir að þið komist í gegnum þessa viðvörun mun síðan opna fyrir ykkur sýndarvélina ykkar. Þegar að þið skráið ykkur inn á sýndarvél í fyrsta skiptið tekur það svolítinn tíma að setja allt upp fyrir ykkur en eftir það mun hún vera mun fljótari að skrá ykkur inn.

Ef þið viljið síðan láta tölvuna fylla skjáinn þá er takk í efra hægra horni síðunnar sem gefur ykkur þann möguleika.

Leið 2: App í Windows 10

1. Leita í Microsoft Store

Opnið Microsoft Store og leitið að “microsoft remote” án gæsalappanna. Þar finnið þið app sem heitir “Microsoft Remote Desktop”

2. Sækið forritið

Smellið á “Get” takkann og, ef Microsoft Store krefst þess, skráið ykkur inn á Microsoft reikning. ATH: Tækniskóla aðgangurinn ykkar mun ekki virka fyrir þetta, þið þurfið að hafa sér Microsoft reikning til að geta skráð ykkur inn á þetta.

Þegar að forritið er komið inn á tölvuna getið þið annað hvort ræst það með “Launch” takkanum sem er í Microsoft Store eða með því að fara í Start menu og ræsa það þaðan

3. Bætið við sýndarvélunum

Smellið á ” + Add ” takkann sem er í efra hægra horninu í forritinu

Veljið Remote Resource og skrifið síðan inn “vdi.tskoli.is” án gæsalappanna og smellið á Find Feeds

4. Bætið við notanda aðgangi

Smellið á plús ( + ) merkið við hliðina á “User Accounts” og setjið þar inn Tækniskóla póstfangið ykkar ásamt lykilorðinu sem þið notið fyrir tölvukerfi skólans. Einnig getið þið stillt eitthvað þægilegt nafn fyrir aðganginn ef þið viljið en þið þurfið þess ekki.

Smellið á Save og síðan á Add feed til að bæta sýndarvélunum við í forritið.

5. Opnið sýndarvél

Forritið mun næst sýna ykkur þær sýndarvélar sem þið hafið aðgang að. Smellið á þá sýndarvél sem þið viljið nota og forritið mun þá skrá ykkur inn á hana sjálfkrafa og opna hana svo þið getið byrjað að vinna.