fbpx
Menu

Tækniskólaskýið – PC

06. maí 2019

Tækniskólaskýið – PC

ATH: Til að geta skráð sig inn á tölvur skólans og Tækniskólaskýið þarf að vera með notendanafn og lykilorð. (Gleymt lykilorð, sjá https://lykilord.tskoli.is/)

1. Opna síðuna

Fyrst þarf að opna vafra að eigin vali: Internet Explorer, Microsoft Edge, Google Chrome eða Mozilla Firefox.

Í vafranum er farið beint inná vefsíðu Tækniskólaskýsins: vdi.tskoli.is

2. Skrá inn á síðuna

Í þessum glugga er sett inn notendanafn og lykilorð.

3. Sækja tenginguna

Eftir að þið loggið ykkur inn kemur upp sýndarvél sem þið smellið á til að hlaða niður aðgangi að sýndarvélinni.

ATH: Nafnið á sýndarvélinni getur breyst. Ekki hafa áhyggjur af því, opnið bara þá vél sem kemur upp

4. Opna tenginguna

Nú koma upp mismunandi leiðir eftir því hvaða vafra er verið að nota

Internet Explorer/Microsoft Edge: Stika birtist neðst í vafranum með valmöguleikunum “Open”, “Save” og “Cancel”. Veljið “Save” til að vista skrána á tölvunni. Stikan breytist á meðan skráin er að hlaðast niður og býður uppá nýja valmöguleika. Þar veljum við “Open”.

Mozilla Firefox: Gluggi birtist sem biður um að vista skrána eða opna hana. Vistið skrána og þá hleðst hún niður í “Downloads” möppuna á tölvunni ykkar. Einfaldasta leiðin til að nálgast skrána er að smella á örina sem bendir niður, staðsett í efra vinstra horni vafrans. Þar inni er síðan hægt að sjá skrána efst í niðurhalslistanum. Smellið á skrána þar til að opna hana.

Google Chrome: Stika birtist neðst og mun skráin hlaðast niður á tölvuna ykkar. Þegar niðurhali er lokið á að smella á skrána á slánni til að opna hana.

5.  Windows

Næsti gluggi sem kemur upp er viðvörun. Smellið á “Connect” og haldið ferlinu áfram.

6. Skrá inn á sýndarvélina

Síðasti glugginn áður en þið komist inn í sýndarvél til að geta byrjað að vinna. Hér þarf að setja inn sömu upplýsingar og þið settuð inn þegar þið skráðuð ykkur inná síðuna til að byrja (notendanafn er upphafsstafir fyrir kennara, kennitala fyrir nemendur, sama lykilorð og fyrir tölvukerfið).

ATH: Það þarf að bæta við “2t\” án gæsalappa fyrir framan notendanafnið til að geta skráð sig inn.