fbpx
Menu

VPN – PC

06. maí 2019

VPN – PC

Nokkur atriði til að byrja með: Þessar leiðbeiningar eru fyrir starfsmenn sem eru með borðtölvur innan skólans. Ef þið eruð á annarri tölvu innan skólans eða á fartölvu sem er tengd þráðlausu neti skólans mun ekki vera þörf á SonicWall og mun forritið einnig ekki geta tengst þar sem það er nú þegar tengt við þennan þjón. Passið einnig uppá að þegar þið farið frá tölvunni ykkar í skólanum að hún sé í gangi og nettengd. Ef hún fær ekki netsamband, þrátt fyrir endurræsingu, endilega hafið samband við tölvuþjónustu til að fá aðstoð við að koma henni aftur í netsamband.
Athugið að þessar leiðbeiningar eiga aðeins við fyrir starfsmenn. Nemendur, fyrir utan ákveðna hópa, hafa ekki aðgang til að nýta sér SonicWall til að tengjast heimadrifum eða tengjast tölvum skólans. Til að komast í heimadrif mælum við með að fara í gegnum Tækniskólaskýið og tengjast sýndarvél hjá okkur.

1. Sækja SonicWall

Byrjum á að sækja SonicWall NetExtender uppsetningarskránna hér: Uppsetning

Uppsetningarskráin kemur í .zip skrá og þarf því að afþjappa henni til að hægt sé að hefja uppsetningu. Ef þið eruð með WinRAR, 7zip eða eitthvað sambærilegt forrit á tölvunni ykkar þá getið þið notað það til að afþjappa skránni og keyra hana síðan eftir það. Annars er Windows með það innbyggt að opna .zip skrár beint eins og möppur og getið þið þá afþjappað í gegnum það.

Þegar glugginn síðan opnast skulið þið smella beint á Next.

2. Samþykkja skilmála

Næst vill NetExtender að við samþykkjum skilmála við notkun forritsins. Smellið á “I Agree” og Next til að halda áfram.

3. Staðsetning forrits

Næst er að tilgreina hvert þið setjið upp forritið á tölvunni. Skiljum þetta eftir eins og er og smellum á Next til að halda áfram.

4. Shortcut

Hér getið þið ráðið hvort að þið viljið fá shortcut að forritinu á Desktop og í Start menu. Ef þið viljið ekki eitthvað af þessu, afhakið það þá, en annars smellið bara á Next til að halda áfram.

5. Windows viðvörun

Lokaviðvörunin kemur frá Windows. Viðvörunin er einfaldlega að biðja ykkur um að samþykkja forrit frá SonicWall í framtíðinni. Smellið á Install og forritið mun klára uppsetningu sjálft þaðan.

6. Stilling tengingar

Þegar uppsetningu er lokið getið þið opnað forritið. Þar munu koma upp nokkrir textagluggar sem þið þurfið að fylla inn í með eftirfarandi upplýsingum:

Server: fw01.tskoli.is

Username: Notandanafn sem þið notið í tölvur skólans

Password: Lykilorðið sem þið notið í tölvur skólans

Domain: 2t.local

Smellið síðan bara á connect og, svo lengi sem þið eruð ekki á neti skólans nú þegar, þá mun tölvan tengjast því og getið þið þá notað Remote Desktop Connection til að tengjast tölvu ykkar innan skólans eða tengst beint við H-drifið ykkar.

>

7. Opna Remote Desktop

Opnið Start menu-ið og skrifið þar inn “Remote” án gæsalappanna. Fyrsti valmöguleikinn sem kemur upp ætti að vera Remote Desktop Connection. Ef þið finnið það ekki strax þá getið þið lokað valmyndinni og opnað hana uppá nýtt. Færið ykkur alveg neðst í valmyndinni og þið ættuð að finna möppu sem heitir Windows Accessories. Þar inni munið þið finna Remote Desktop Connection. Í eldri útgáfum af Windows mun mappan bara heita Accessories og vera því ofarlega í valmyndinni.

Inni í Remote Desktop Connection eigið þið síðan að setja inn nafn tölvunnar sem þið viljið tengjast og smella á Connect.

8. Tengjast tölvunni

Lokaskrefið er að skrá inn notendanafn og lykilorð. Það þarf að bæta 2t\ fyrir framan notendanafnið þannig að hún skráir sig inn rétt.

Eftir að þetta hefur verið sett inn og smellt er á OK mun tölvan þá tengjast og getið þið þá farið að vinna á skólavélinni ykkar.