fbpx
Menu

Adobe

04. mars 2019

Adobe

Adobe

Fyrst þarf að kaupa Adobe pakkann

Nemendur í K2 og Stúdíó Sýrlandi fá Adobe pakkann innifalinn í skólagjaldi og geta komið beint til Tölvuþjónustu til að fá hann uppsettan á tölvum sínum.

Aðrir nemendur þurfa að kaupa Adobe pakkann á bókasöfnum skólans. Pakkinn kostar 6.000 kr. og gildir í eitt ár.

Þegar að pakkinn hefur verið keyptur þá geta nemendur komið til Tölvuþjónustu og fengið pakkann settan upp á tölvunni.

Pakkinn samanstendur af Adobe Creative Suite, sem inniheldur öll forrit sem Adobe er að gefa út núna.

Þegar að pakkinn hefur verið uppsettur á tölvunni hjá ykkur þurfið þið að búa til Adobe ID sem notar skólanetfangið ykkar. Fyrir meiri upplýsingar um skólanetfang, smellið hér

ATHUGIÐ: Pakkinn þarf 30GB á PC og 40GB á MAC tölvum, svo það þarf að vera búið að losa um pláss áður en nemendur mæta til Tölvuþjónustu. Einnig þarf að hreinsa allt Adobe af vélinni áður en uppsetning getur farið í gegn.
Uppsetning getur tekið allt að 3 klukkustundir en það fer mikið eftir hraða tölvunnar. Best er að miða við 3-4 tíma til að vera öruggur. Tölvuþjónusta er opin í öllum húsum frá 8 – 16 á virkum dögum.