fbpx
en
Menu
en

Tölvuaðgangur

27. febrúar 2019

Tölvuaðgangur

Allir nemendur skólans hafa aðgang að tölvum og tölvukerfi Tækniskólans. Notendanafn og tímabundið aðgangsorð eru send í tölvupósti á persónulegt netfang nemanda þegar hann byrjar í skólanum.

Athugið þetta er aðgangurinn fyrir tölvukerfi skólans og ekki er hægt að nota Íslykil til að fara inn á tölvur og tölvukerfið.

Þegar þú skráir þig í fyrsta skipti á tölvu skólans mun hún biðja þig um að velja þér nýtt lykilorð.

Það lykilorð þarf að vera að lágmarki 8 stafa langt, einn hástaf, einn lágstaf og einn tölustafur.
Það lykilorð gengur í allar tölvur skólans og því mikilvægt að muna það.

Ef þið gleymið lykilorðinu ykkar þá erum við með síðu til að endursetja það

Ef lykilorðið gleymist af einhverri ástæðu getið þið alltaf farið inn á lykilord.tskoli.is. Þar stimplið þið inn ykkar eigin persónulega netfang og smellið á Request Link. Eftir það eigið þið að fá tölvupóst sem inniheldur ykkar notandanafn, skólapóstfang og hlekk til að endursetja lykilorðinu ykkar.

Smellið á hlekkinn og þá fáið þið upp síðu sem leyfir ykkur að setja upp nýtt lykilorð sem þið munið þá nota á tölvukerfi skólans. Athugið að þessi hlekkur dugir aðeins í 15 mínútur.

Ef það kemur eitthvað uppá og þið náið ekki að smella á hlekkinn innan 15 mínútna þá þurfið þið að biðja um nýjan hlekk með sama ferli og áður. Ef þetta gerist þarf einnig að passa að skoða nýjasta póstinn þar sem þessir póstar geta myndað eins konar samtal inni í pósthólfinu og þá kemur mögulega elsti hlekkurinn upp efst þegar að þið opnið hann.

Ef þið virðist ekki vera að fá póst þá skulið þið byrja á að skoða ruslpóstinn hjá ykkur. Það getur komið fyrir að pósturinn frá síðunni fari sjálfkrafa í Junk eða Spam möppur hjá ykkur og þannig farið framhjá.

Ef þið finnið ekki póstinn þá skulið þið hafa beint samband við tölvudeildina með því að senda póst á [email protected], hringja í eitt af símanúmerum okkar sem má finna á upplýsingasíðu okkar eða kíkja við á skriftstofu hjá okkur.

Leiðbeiningar um aðgang að Innu er hægt að sjá hér