fbpx
en
Menu
en

Skólanetfang

04. mars 2019

Skólanetfang

Skólanetfang

Skólanetfang

Allir nemendur fá úthlutað netfangi hjá skólanum sem opnar leið til að nýta sér Microsoft Office 365 samskiptaumhverfið, sjá fyrir neðan. Öll netföng nemenda hafa endinguna @tskoli.is. Netfang hvers og eins samanstendur af þremur atriðum. Fyrsta nafni, tveimur fyrstu bókstöfum í föðurnafni (síðasta nafni) og ári sem að nemandinn byrjaði í skólanum. Tökum dæmi um Davíð Óskar Sigurðsson sem byrjar í skólanum 2019. Netfang hans er [email protected] Annað dæmi sem sýnir hvernig sumir séríslenskir stafir verða að tveimur er Sævar Þórðarson sem byrjar líka 2019. Netfangið hans er [email protected], „æ“ verður „ae“ og „þ“ verður „th“.

ATH: Nemendur sem byrjuðu fyrir 2019 hafa öðruvísi netfang en nýrri nemendur. Eldri nemendur hafa netfang sem er samansett af þremur atriðum: fyrsta nafn, tveimur fyrstu bókstöfum í föðurnafni og fyrstu þremur tölustöfunum úr síðustu fjórum í kennitölu viðkomandi. Tökum sama dæmi um Davíð Óskar Sigurðsson, með kennitöluna 251280-2339. Netfang hans væri [email protected]

Til að geta nýtt nemanetfangið þarf að gæta þess að nemandi hafi skráð sig inn að minnsta kosti einu sinni í tölvukerfið og breytt lykilorðinu sínu, auk þess að vera a.m.k. átta stafa langt með einum stórum bókstaf, einum litlum bókstaf og tölustaf. Sem dæmi virkar lykilorðið efgh1971 ekki inn á nemanetfangið. Þá nægir að breyta einum bókstaf í hástaf, Efgh1971, til að það virki.

 

Tölvupóstur

Nemendur geta komist í skólatölvupóst sinn hvar og hvenær sem er að því gefnu að þeir hafi aðgang að nettengdri tölvu, jafnt í skólanum sem annars staðar. Til að tengjast inn á póstinn er hægt að smella á krækjuna vefpóstur neðst á heimasíðu Tækniskólans. Allur póstur er rusl og vírusskannaður