fbpx
Menu

Fréttir

29. janúar 2018

Umsóknarfrestur um skólameistarastarfið er til 9. febrúar

Umsóknarfrestur um skólameistarastarfið er til 9. febrúar

Á starfsmannafundi tilkynnti Jón B Stefánsson starfsmönnum skólans að hann léti af störfum skólameistara frá 1. júní nk.

Um þetta hefur orðið samkomulag og frá þeim tíma mun hann starfa að sérstökum verkefnum er meðal annars annars lúta að húsnæðismálum, skólaþróun og öðrum þeim verkefnum sem samkomulag verður um við stjórn og skólameistara.

Ráðningarferli nýs skólameistara er hafið og gert er ráð fyrri að því ljúki fyrir 1. mars og að nýr skólameistari verði ráðinn frá og með 1. júní 2018.

Skólameistari í 15 ár

Jón þakkaði starfsmönnum samstarfið á liðnum árum en mun starfa áfram með þeim í breyttu hlutverki næstu tvö árin.

Jón sagði ennfremur: “ Heilt yfir er ég sáttur við stöðu Tækniskólans og hef notið þess að starfa með frábærum starfsmönnum, nemendum og stjórnum skólans í gegnum árin. Án þeirra hefðu mál ekki getað þróast til þess sem þau eru í dag. Ég veit að að nýr skólameistari verður boðinn velkominn til starfa  og vona að skólinn eigi bjarta framtíð. “

Hér eru upplýsingar um ráðningarferlið til skólameistara Tækniskólans.