Námi í rafiðngreinum er skipt í tvennt. Annarsvegar er grunnnám rafiðna sem er 4 annir til undirbúnings undir fagnám. Hins vegar fagnámið þá annaðhvort rafvirkjun eða rafeindavirkjun.
Þeir sem ætla sér í rafvélavirkjun eða rafveituvirkjun bæta því ofan á rafvirkjanámið. Fyrir nemendur sem komnir eru með stúdentspróf er hægt að taka grunnnám rafiðna – hraðferð og klára þannig grunnnámið á 3 önnum.
Störf rafiðnaðarmanna eru margvísleg.
Allt frá því að leggja háspennulínur og í samsetningu á örmerkjum fyrir dýr. Rafiðngreinar skiptast í nokkrar greinar og er rafvirkjun fjölmennasta greinin en þar á eftir kemur rafeindavirkjun og síðan rafveituvirkjun og rafvélavirkjun.
Rafvirkjar vinna mjög fjölbreytt störf í rafiðngeiranum. Þeir leggja rafmagn í nýbyggingar, setja upp rafmagnstöflur, dósir, tengla og rofa og lýsingu ásamt netkerfum. Þar sem tölvustýrð kerfi eru forrita þeir jafnframt kerfin. Rafvirkjar vinna mikið í iðnaði við rafvélar og stýringar, bæði við uppsetningar og viðhald.
Störf rafiðnaðarmanna eru margvísleg. Allt frá því að leggja háspennulínur og í samsetningu á örmerkjum fyrir dýr. Rafiðngreinar skiptast í nokkrar greinar og er rafvirkjun fjölmennasta greinin en þar á eftir kemur rafeindavirkjun og síðan rafveituvirkjun og rafvélavirkjun. Sjá má skemmtileg myndbönd um störf í rafiðngreinum á vefnum straumlína.is.
Rafvirkjar vinna mjög fjölbreytt störf í rafiðngeiranum. Þeir leggja rafmagn í nýbyggingar, setja upp rafmagnstöflur, dósir, tengla og rofa og lýsingu ásamt netkerfum. Þar sem tölvustýrð kerfi eru forrita þeir jafnframt kerfin. Rafvirkjar vinna mikið í iðnaði við rafvélar og stýringar, bæði við uppsetningar og viðhald.
Rafeindavirkjar eru mikið í tölvugeiranum en einnig er mikið í að gera við tæki eins og hljómtæki, flatskjái, öryggiskerfi, lækningatæki, símkerfi, fjarskiptatæki hverskonar og radarbúnað. Jafnframt læra rafeindavirkjar mikið um örtölvur, forritun þeirra og tengingu við vélbúnað hverskonar.
Rafveituvirkjar eru í mest í háspennutækni. Þeir setja upp tengivirki, leggja háspennulínur og setja upp spennistöðvar. Mörg rafverktakafyrirtæki hafa rafveituvirkja í vinnu.
Rafvélavirkjun snýst um að þjónusta rafmótora og rafala. Uppsetning og viðgerðir á rafvélum hverskonar. Rafvélar eru mjög víða notaðar og nú fer að aukast þörfin fyrir þessa þekkingu þegar rafbílum fjölgar mikið. Rafvélavirkjar vinna mest á verkstæðum.
Rafiðnaðarmenn eru gjarnan í ýmisskonar tölvustörfum, uppsetningu hljóðkerfa og ljósabúnaðar.
Hægt er að sjá forvitnileg myndbönd um störf rafiðnaðarmanna á straumlina.is
Rafiðnaðarmenn eru flestir félagar í Rafiðnaðarsambandi Íslands. Rafiðnaðarsambandið og Samtök rafverktaka hafa öflugan menntasjóð sem rekur RAFMENNT, fræðslumiðstöð rafiðnaðarins.
Námi í rafiðngreinum er skipt í tvennt. Annarsvegar er Grunnnám rafiðna sem er 4 annir til undirbúnings undir fagnám. Síðan kemur fagnámið þá annaðhvort rafvirkjun eða rafeindavirkjun. Þeir sem ætla sér í rafvélavirkjun eða rafveituvirkjun bæta því ofan á rafvirkjanámið.
Hægt er að fara tvær leiðir í fagnámi í rafvirkjun. Annarsvegar samningsleið sem þýðir 6 annir í skóla og 2 annir á samningi hjá meistara eða 48 vikur. Hin leiðin er svokölluð verknámsleið en þá klára nemendur 7 annir í skóla og eina önn á viðurkenndum vinnustað. Það eru 30 vikur. Að loknu námi og afstöðnum samningstíma hefur nemandi öðlast rétt á að þreyta sveinspróf. Að því loknu fær hann sveinsbréf afhent.
Í rafeindavirkjun er bara ein leið í boði en hún er 7 annir í skóla sem lýkur með sveinsprófi. Síðan geta nemendur klárað samningstíma upp á 30 vikur og eftir það fá þeir afhend sveinsbréfin. Rafeindavirkjanámið byggir á almennri rafeindatækni, megatrónik og forritun en einnig fjarskiptatækni og nettækni plús teikni og smíðaáfangum.
Nemendur geta byrjað að vinna upp í starfsþjálfunartímann strax að lokinni annarri önn í grunnnámi rafiðna. Margir rafvirkjanemar nýta sumarið vel og ná þá jafnvel að fara beint í sveinspróf að loknum skóla.
Raftækniskólinn býður upp á nám í samstarfi við stúdíó Sýrland hljóðtækni og kvikmyndatækni Hljóðtækninámið er þrjár annir og útskrifast nemendur sem hljóðtæknimenn. Um er að ræða eiginlegt rafiðnnám og eru hljóðmenn gjarnan félagar í Félagi tæknifólks í rafiðnaði sem heyrir undir Rafiðnaðarsamband Íslands. Kvikmyndatækninámið er fjórar annir og hefst alltaf á haustönn. Nemendur læra um kvikmyndatöku, klippingu, kvikmyndagerð og sögu og fá mikla þjálfun í gerð stuttmynda.
Margir nemendur fara í gegn um iðnnám áður en haldið er í framhaldsnám á háskólastigi. Hægt er að velja námsbraut eins og Náttúrufræðibraut og klára þannig stúdentspróf. Þá er leiðin greið í háskólanám annaðhvort erlendis eða hérlendis.
Fyrir nemendur sem komnir eru með stúdentspróf er hægt að taka grunnnám rafiðna – hraðferð og klára þannig grunnnámið á 3 önnum í stað fjögurra. Með samningsleið er þá hægt að klára nám í rafvirkjun á 5 önnum eða tveimur árum. Verknámsleið í rafvirkjun og rafeindavirkjun er þá hægt að klára á 6 önnum.