Menu

Véltækniskólinn

Ertu tæknileg/ur? Fyrir þá sem vilja læra málmsmíðar, öðlast vélstjórnarréttindi eða búa sig undir frekara tækninám í háskóla.

Véltækniskólinn er öflugur skóli sem býður upp á vandað nám sem er í senn hátækni og handverk.

Þekking, færni, frumkvæði
Véltækniskólinn

Innsýn í námið

Málmur, vélar, tækni og fræði

Véltækniskólinn býður upp á nám rennismíði, stálsmíði, vélstjórn og vélvirkjun.

Að námi loknu hefur nemandi lokið undirbúningi undir sveinspróf í iðngreininni. Stúdentspróf er í boði sem viðbótarnám allra brauta, er þó innifalið í átta anna vélstjórnarréttindanámi.

Námið felst bæði í bóknámi og verknámi. Verknámið fer fram í húsnæði skólans á Háteigsvegi í Reykjavík og á Flatahrauni í Hafnarfirði. Bóknámið er almennt í dagskóla en að litlum hluta boðið í dreifnámi (nám með vinnu, fjarnám).

Fréttir

Sjá fleiri fréttir

29. janúar 2018

Umsóknarfrestur um skólameistarastarfið er til 9. febrúar

Jón B. Stefánsson mun láta af störfum sem skólameistari og snúa sér að öðrum störfum fyrir skólann í lok yfirstandandi annar.
Ráðningarferli nýs skólameistara er hafið og er umsóknafrestur til 9. febrúar. Upplýsingar fyrir umsækjendur eru í frétt.

Lesa meira
febrúar
24. Laugardagur
12:00 - 14:00
Aukatímar í stærðfræði á laugardögum (allir áfangar). Skólavörðuholt
mars
01. 01. - 02. mars Kennslu og miðannarmat Allur skólinn
03. Laugardagur
12:00 - 14:00
Aukatímar í stærðfræði á laugardögum (allir áfangar). Skólavörðuholt
05. Mánudagur
Forinnritun 10. bekkinga 5.mars til 13. apríl
10. Laugardagur
12:00 - 14:00
Aukatímar í stærðfræði á laugardögum (allir áfangar). Skólavörðuholt
15. Fimmtudagur
16:00 - 17:30
Opið hús – kynning á námi og opnar kennslustofur. Skólavörðuholt
17. Laugardagur
12:00 - 14:00
Aukatímar í stærðfræði á laugardögum (allir áfangar). Skólavörðuholt
17. Laugardagur
13:00 - 16:00
Skrúfudagurinn vorið 2018 Tækniskólinn Háteigsvegi
Leita í dagatali

Umsagnir

Skoða skólalífið

Sigurður sem útskrifaðist í vor er komin í nám í Háskólanum í verkfræði.

Sigurður sem útskrifaðist í vor er kominn í nám í Háskólanum í verkfræði. "Fjölbreytnin í náminu er góður grunnur. Ég finn að ég stend betur að vígi en margir sem eru með mér í verkfræðináminu hér í háskólanum."

Velkomin

Velkomin í Véltækniskólann

Jón Hjalti Ásmundsson

- Kveðja frá skólastjóra

Í Véltækniskólanum tökum við vel á móti þér sem vilt ná þér í hagnýta hágæða tæknimenntun. Útskrifaðir nemendur frá okkur starfa víða og námið opnar fjölda fjölbreyttra atvinnutækifæra.

Dagnámskennsla í Véltækniskólanum í Reykjavík fer að mestu fram í Sjómannaskólanum Háteigsvegi  og í Hafnarfirði (Flatahrauni og Gjótuhrauni).

Hlökkum til að sjá þig.

 

Jón Hjalti Ásmundsson

  • Skólastjóri Skipstjórnar- og Véltækniskólans
  • joh@tskoli.is
  • s. 514 9501 / 894 3834

FAQ

Spurt og svarað

Er hægt að taka stúdentspróf með náminu?

Nám til vélstjórnarréttinda C og D lýkur með stúdentsprófi. Fagnámi málm- og véltæknigreina lýkur ekki með stúdentsprófi en nemendur eiga kost á slíku viðbótarnámi til undirbúnings námi á háskólastigi.

Þarf að eiga sérstakan búnað fyrir námið?

Nemendur sem hefja nám í Véltækniskólanum verða að koma með eigin öryggisskó, hlífðargleraugu og heyrnahlífar sem skylt er nota í verklegu námi skólans og við aðra vinnu þar sem kennarar krefjast þess að nemendur noti hlífðarbúnað.

Áréttað skal að nemendum er með öllu óheimilt að vinna við vélar og tæki nema í skipulögðum áföngum þar sem kennari er til staðar.

Hvar vinna útskrifaðir nemendur úr Véltækniskólanum?

Vélstjórar og vélfræðingar starfa m.a. í verksmiðjum, á skipum, í orkuverum og þar sem gerðar eru kröfur um víðtæka þekkingu á vél- og tæknibúnaði. Vélstjórnarnám veitir réttindi til atvinnu um allan heim á skipum af öllum stærðum og gerðum, við fiskveiðar, flutninga eða á stærstu farþegaskipum.

Spurningar

Hafðu samband og við svörum þér um hæl!

Var efnið á síðunni hjálplegt?
Frábært það eru góðar fréttir!