Menu

Skólalífið

Lífið og starfið í skólanum

Lærðu meira um það sem þú hefur áhuga á.

Hér er hægt að skoða verkefni eftir nemendur og myndir frá sýningum og uppákomum í skólalífinu.
Reglulega eru sýningar og við tökum vel á móti hópum sem vilja koma í heimsókn og kynna sér námið og skólalífið.

Ólafur Hólm Eyþórsson á 3. önn í Vefskólanum

Hönnun og forritun á bíóvef.

Bakenda- og framendaforritari sem hugsar í lausnum og reynir alltaf að finna bestu nálgunina í hverju verkefni fyrir sig. Er einnig með mikinn áhuga á UX hönnun og öllu sem tengist upplifun notenda á vefnum.

Elín Atim á fataiðnbraut Handverksskólans

Ferlið við að búa til flík er fjölbreytt.

Mér finnst skemmtilegt að koma hugmyndum mínum í veruleikan. Það er spennandi og lærdómsríkt ferli sem kyndir undir enn fleiri hugmyndir. Í þessari hringrás liggur framtíðarstarf mitt.

Hrefna Þórey Kristbjörnsdóttir

Vefsíða - gangasöfnun og myndræn framsetning

Ég lærði áður listfræði og hagnýta menningarmiðlun og stefndi á að vinna við sýningarstjórnun þegar ég breytti um stefnu og fór í nám í Vefskólanum. Helstu áhugamál fyrir utan vefhönnun eru fjallgöngur og útisvist, listasýningar og silfursmíði.

Auður Ósk Einarsdóttir nemandi á 6. önn í klæðskurði

Saumaskapur og búningar

Handavinna og saumaskapur eru mitt aðaláhugamál. Ég stefni á að vinna í búningagerð fyrir kvikmyndir og leikhús. Sögur, í flestum formum, veita mér innblástur t.d. kvikmyndir og leikrit, að sjá búninga sem að endurspegla persónuleika karektarins.

Ingunn Róbertsdóttir

Dash­board út frá eigin tölvunotkun

Mín helstu áhugamál eru hönnun af öllu tagi, vefþróun, útivist, söngur, plöntur, ferðalög, matur og tónlist. Það sem veitir mér innblástur eru verk eftir aðra frábæra hönnuði, prentverk, náttúran og tónlist.

Hópverkefni – þrívíddarmódeling, animation, texture og eftirvinnsla

Krúttlegur trailer um fisk

Við erum 6 stelpur sem urðum góðar vinkonur í Margmiðlunarskólanum og unnum saman að lokaverkefni á 2.önn skólans. Við erum allar með mismundandi áhugasvið t.d. þrívíddar módeling, hreyfimyndagerð og eftirsvinnsla við kvikmyndir.

Embla Rún Gunnarsdóttir nemandi í Vefskólanum

App-verkefni í Vefskólanum

Ég hef alltaf verið teiknandi eða að vinna eitthvað með höndunum. Ég útskrifaðist sem Grafískur miðlari árið 2017 og kynntist þar grunni í vefforritun. Fékk ég þá áhugan á því að blanda saman hönnun og forritun, og er því núna í Vefskólanum.

Véltækni – fjölbreytt verkefni

Vélar, tækni og málmsmíði

Málmsmíði og véltækni er vandað nám sem er í senn hátækni og handverk.

Húsgagnasýningar í lok hverrar annar

Hönnun og vandað handverk

Hverri skólaönn lýkur með glæsilegri húsgagnasýningu í húsakynnum Byggingatækniskólans á Skólavörðuholti.

Verkefni í véltækni

Fjölbreytt tækninám

Mörg og fjölbreytt verkefni eru gerð í náminu.

Skipstjórnarverkefni

Siglingarpróf

Allir útskriftarnemendur skila inn ýmsum fjölbreyttum verkefnum.

Elín Pálsdóttir er að komast í spennandi starfsþjálfun

Starfsþjálfun í kjólasaum

Elín Pálsdóttir, nemandi í kjólasaum á fataiðnbraut Handverksskólans hlaut Ersasmus+ styrk, og er að byrja í starfsþjálfun hjá hollenska fatahönnuðinum Iris van Herpen.

Ólafur Lárus Egilsson

Gandhi í þrívídd

Ég er fyrrverandi kokkur og núverandi nemandi í Margmiðlunarskólanum. Ég hef mikinn áhuga á list í allri sinni dýrð: myndlist, teikningar, tónlist, tölvuleikir..
Langar að nýta þessi áhugarmál til að búa til tölvuleiki í framtíðinni og/eða bíómyndir.

Birna Bryndís og Jóhanna Helga

Portfólíó vefur - Vefskólinn

Við gerð þessa verkefnis sameinuðust kraftar tveggja systra í Vefskólanum. Við höfum báðar óbilandi áhuga á vefþróun og elskum að vinna saman. Í dag er Birna Bryndís í áframhaldandi námi í vefþróun í Kaupmannahöfn og Jóhanna Helga vinnur sem vefhönnuður hjá Hugsmiðjunni.

Hannar og framleiðir slaufur

Slaufur eru skemmtilegri

Markús framleiðir slaufur undir heitinu Q-si.

Flug – dæmi um verkefni

Flugverkefni - dæmi

Hér kemur undirfyrirsögn sem segir okkur hvað flugverkefnið gekk vel.

Fréttir

Sjá fleiri fréttir

27. mars 2018

Nemendur á Hönnunar- og nýsköpunarbraut hanna forsíðu

Haldin var samkeppni um forsíðu fyrir Handbók kennara 2018-2019 á vegum Kennarasambands Íslands.
Ólavía Rún Grímsdóttir nemandi á Hönnunar og nýsköpunarbraut hlaut fyrstu verðlaun fyrir tillögu sína: "Að vökva huga og hjarta er kennarans sál og mannsins mál."

Lesa meira

Umsagnir

Sigurður sem útskrifaðist í vor er komin í nám í Háskólanum í verkfræði.

Sigurður sem útskrifaðist í vor er kominn í nám í Háskólanum í verkfræði. "Fjölbreytnin í náminu er góður grunnur. Ég finn að ég stend betur að vígi en margir sem eru með mér í verkfræðináminu hér í háskólanum."

Elín Pálsdóttir nemandi á fataiðnbraut.

"Það er hægt að ná hverju sem er, bara ef viljinn sé fyrir hendi. Það var nákvæmlega það sem ég gerði þennan prufudag. Ég fékk já við mínum stærsta draumi" segir Elín sem komst í starfsnám hjá draumahönnuðinum sínum.

Kristín Karen sem nú er einkaflugmaður er í skýjunum með námið.

"Draumurinn er að rætast og ég var mjög ánægð með námið og alla aðstöðu hjá Flugskólanum. Nú stefni ég næst á atvinnuflugnám."

Alþjóðlegt samstarf

Frábært tækifæri fyrir nemendur Tækniskólans

Nemendur og kennara fara reglulega til annarra landa til að taka þátt í verkefnum og námskeiðum eða í starfsþjálfun tengda námi þeirra í Tækniskólanum.

Ávinningur erlendra samskipta er að öðlast skilning í faginu á alþjóðlegum grunni og reynslu af því að búa og starfa á erlendri grund.

Nánar um alþjóðlegt samstarf

Félagslífið

Komdu og vertu með!

Mikil gróska er í félagslífi Tækniskólans og hafa nemendur unnið hörðum höndum að því að efla félagslífið.

Í stórum skóla er mikilvægt að bjóða upp á fjölbreytt félagslíf og er það stefna NST og annarra nemendafélaga Tækniskólans.

Kynntu þér félagslífið
apríl
19. Fimmtudagur
Sumardagurinn fyrsti – frí, engin kennsla. Allur skólinn.
25. Miðvikudagur
18:00 - 22:00
Klúbbakvöld Eniac Upplýsingatækniskólinn Vörðuskóli
maí
09. Miðvikudagur
18:00 - 22:00
Klúbbakvöld Eniac Upplýsingatækniskólinn Vörðuskóli
Leita í dagatali