Skólinn starfar eftir áfangakerfi. Námi í bóklegum og verklegum greinum er skipt niður í áfanga sem hver um sig varir í eina önn. Áfangar gefa einingar eftir því hve viðamiklir þeir eru. Námslok miðast við að nemendur hafi lokið tilskildum áföngum og einingafjölda skv. brautarlýsingum.
Námsskipulag námsbrauta
Nemandi skal ljúka námi sem nemur 12 kennslustundum eða 15 einingum á önn hið minnsta. Heimilt er að víkja frá þessu ákvæði ef um er að ræða: Sérstaka erfiðleika í námi, svo sem lesröskun eða fötlun; Lokaönn í námi eða nemendur á námssamningi.
Meira um námskröfurNýjar námsbrautir Tækniskólans hafa verið uppfærðar í samræmi við nýja námskrá eftir því sem við á. Á námsbrautum sem kenndar eru eftir námskrám sem ekki hafa verið endurskoðaðar og uppfærðar að fullu út frá lögum um framhaldsskóla frá 2008 felur breytingin aðeins í sér að eldri áfangar í almennum greinum hafa vikið fyrir sambærilegum áföngum í hinni nýju námskrá Tæknimenntaskólans.
Skoða töflu - um jafngildi áfanga
Í annarlok fær nemandi einkunn fyrir árangur sinn í sérhverjum áfanga sem hann er skráður í. Fyrirkomulag námsmats og vægi einstakra þátta í námsmatinu (verkefna, vinnuframlags, prófa) kemur fram í kennsluáætlun. Gefnar eru einkunnir í heilum tölum frá 1 til 10.
Hverri önn lýkur með verkefna- og prófsýningardegi. Á þessum degi geta nemendur skoðað úrlausnir sínar og verkefni hjá kennara og eru allir hvattir til að koma og spjalla við kennara. Opnað er fyrir einkunnir í Innu kl. 9 sama dag.
Um, próf, prófareglur og námsmat
Sjá nánar á: Veikindaskráning – leiðbeiningar
Langvinn veikindi:
Nemendum sem eiga við langvinna eða þráláta sjúkdóma að stríða eða verða fyrir áföllum sem hamla skólagöngu þeirra á önninni er bent á að ræða við námsráðgjafa.
Íþróttir:
Þeir nemendur sem ekki geta stundað íþróttir verða að skila vottorði innan viku frá afhendingu stundaskrár, sjá nánar hér.