Menu

Flugskóli Íslands

Spennandi skóli sem sameinar áhugamál og starf

Skrifstofan okkar er að Flatahrauni 12-14 Hfj.
Mán-Fim 09:00-15:00
Föst 09:00-14:00
Sími / Telephone 514 9400
Verklega deildin á Reykjavíkurflugvelli svarar utan lokunartíma skrifstofu.

Láttu drauminn rætast!
Flugskóli Íslands

Námið

Við bjóðum upp á námsleiðir sem veita nemendum aðgang að spennandi vinnumarkaði bæði innlands og utan að námi loknu. Sem dæmi má nefna störf flugmanna og flugvirkja auk frekara náms á háskólastigi t.d. í flugrekstrarfræði.

Námsbrautirnar okkar eru:

Auk þess eru ýmis námskeið í boði allt árið um kring.

Flugskóli Íslands starfar samkvæmt samevrópskum EASA reglum.

Fréttir

Sjá fleiri fréttir

09. apríl 2018

Öryggisstefna í flugiðnaðinum

- Samgöngustofa í samvinnu við Flugskólann og fleiri vekur athygli á öryggi í flugi.

Samgöngustofa, í samvinnu við öryggisnefndir FÍA, FÍF og FFÍ, gefa út tólf veggspjöld byggð á lista yfir algengustu mannlegu þættina sem leitt geta til slysa eða atvika í flugtengdri starfsemi. Viðfangsefnið er að kanadískri fyrirmynd og fjallar um um kæruleysi (complacency).

Lesa meira
apríl
24. Þriðjudagur
Enskupróf ICAO Level 4 Flugskóli Íslands
maí
22. 22. - 24. maí MCC Áhafnarsamstarf – námskeið Flugskóli Íslands
25. Föstudagur
13:00 - 18:00
Útskrift Tækniskólans í Silfubergi Hörpu kl. 13 og 16 Harpa
28. 28. - 29. maí FI/IRI Upprifjunarnámskeið 28.-29. maí 2018. Flugskóli Íslands
Leita í dagatali

Námskeið

Næstu námskeið

Námskeið / 22. - 24. maí 2018

MCC Áhafnasamstarf

Námskeiðið er ætlað fyrir nýútskrifaða atvinnuflugmenn, til að kynnast nýjum venjum og reglum sem þarf til að starfa af öryggi í flugvél sem þarfnast tveggja flugmanna (fjölstjórnarflugvél). Starfsreglur um borð í slíkum vélum eru ólíkar því sem menn hafa vanist í flugvélum sem einungis krefjast eins flugmanns.

Námskeið / 28.- 29. maí 2018

FI/IRI Upprifjunarnámskeið

Upprifjunarnámskeið FI/IRI, verður haldið 28.-29.maí næstkomandi, ef næg þátttaka fæst. Námskeiðið er í 2 daga og kennt er frá kl. 17:00 - 22:00 báða daga. Námskeiðsgjald er 20.000 kr.

Velkomin

Velkomin í Flugskóla Íslands

Baldvin Birgisson

Vel tækjum búinn skóli með alþjóðlegt nám.

- kveðja frá skólastjóra

Flugskóli Íslands er elsti starfandi flugskóli landsins sem kennt hefur til bóklegrar atvinnuflugmannsréttinda.

Ef þú kemur í nám til okkar öðlastu fyrsta flokks menntun og lærir við bestu aðstæður til bóklegrar og verklegrar kennslu.

Við tökum vel á móti þér.

Baldvin Birgisson

  • Skólastjóri Flugskóla Íslands
  • baldvin@flugskoli.is
  • s. 514 9401

Um skólann

Aðalkennsluaðstaða er í Tækniskólanum Flatahrauni 12-14, í Hafnarfirði. Skrifstofur skólans eru á 2. hæð og kennslustofur skólans á 3. hæð.
Verkleg kennsla fer fram á Reykjavíkurflugvelli.

Flugskóli Íslands rekur ALSIM ALX flughermi á Háteigsvegi 39, Rafmagnshúsi. Flugvirkjakennsla og aðstaða fyrir neyðarbúnað flugvéla er í Árleyni 4, í Grafarvogi.

Aðstaða skólans – myndir og kort  

Netfanginfo@flugskoli.is
Kt. 531202-3410, reikn.nr.: 0101-26-700098

Hjá Flugskóla Íslands starfar fjöldi kennara og starfsmanna með mikla reynslu og þekkingu úr atvinnugreininni.

Listi yfir starfsmenn, stjórnendur og kennara Flugskólans. 

Skólinn starfrækir flugklúbb sem ætlaður er þeim nemendum og viðskiptavinum skólans sem hafa a.m.k. einkaflugmannsréttindi og vilja hafa aðgang að flugvélum til tímasöfnunar eða til skemmtunar á lægra verði.

Nánar um Flugklúbb Flugskólans

Flugskóli Íslands er elsti starfandi flugskóli landsins, sem kennir til bóklegrar atvinnuflugmannsréttinda. Frá stofnun hans hefur hann útskrifað yfir 600 nemendur þeirra réttinda.

Meira um sögu skólans

Icelandic Flight Academy ATO Certificates and Approvals of courses issued by Icelandic Transport Authority (ICETRA) and EASA.

Afrit af öllum leyfum útgefnum af Samgöngustofu eða EASA vegna starfsemi Flugskóla Íslands eru aðgengileg á undirsíðu.

Here below are all Certificates and Approvals of Icelandic Flight Academy as an ATO, issued by Icelandic Transportation Authority -ICETRA or European Aviation Safety Administration -EASA, as applicable.

Smellið hér til að sjá yfirlit yfir leyfi og vottanir

FAQ

Spurt og svarað

Hvað kostar flugnám?

Allar upplýsingar um kostnað við flugnám er að finna í verðskrá Flugskóla Íslands

Hvar fer námið fram?

Aðalkennsluaðstaða skólans fyrir bóklega námið er í Tækni­skól­anum Flata­hrauni 12 í Hafnarfirði.

Skrif­stofur skólans eru á 2. hæð og kennslu­stofur skólans á 3. hæð.

Skólinn er einnig með aðstöðu fyrir verklega kennslu víða um höfuðborgarsvæðið og út á landi og fer það eftir hvaða nám er valið.

Sjá nánar um aðstöðuna.

Sjá nánar um vélarnar, vellina og hermana.

Er námið lánshæft hjá LÍN?

Lánasjóður íslenskra námsmanna (LÍN) veitir upplýsingar um lánshæfi námsins.

Get ég prófað að fljúga áður en ég skrái mig?

Best er að byrja á því að bóka kynnisflug hjá flugdeild Flugskóla Íslands.

Afgreiðsla flugdeildarinnar úthlutar þér tíma, flugvél og flugkennara.  Hafðu samband við verklegu afgreiðslu skólans í síma 514 9410, farsíma 825 1500 eða flightdesk(hjá)flugskoli.is.

Eru einhverjar heilbrigðiskröfur?

Já, öllum handhöfum flugliðaskírteina er skylt að vera handhafar sérstaks Part-MED heilbrigðisvottorðs. Að lokinni fullnægjandi heilbrigðisskoðun hjá fluglækni, sem fer fram í samræmi við kröfur Part-MED, gefur fluglæknir út 1. eða 2. flokks heilbrigðisvottorð. Gildistími 1. og 2. flokks heilbrigðisvottorða er mismunandi.

Hér finnur þú nánari upplýsingar um heilbrigðiskröfurnar.

Hvernig skrái ég mig í próf?

Þeir sem þurfa að taka endurtektarpróf í bóklegum fögum geta skráð sig hjá okkur í það fag eða fög sem óskað er eftir.

Verð fyrir hvert endurtektarpróf er gefið upp á skráningarsíðunni og með skráningu staðfestir þú umsóknina og þá greiðslu sem af henni hlýst. Hægt er að greiða prófgjaldið með greiðslukorti.

Skilmálar: Prófgjald er að fullu endurgreitt allt að viku fyrir prófdag. Eftir þann tíma skal skila inn veikindavottorði til samræmis við reglur um próftöku og er þá prófgjald endurgreitt að fullu.

Smelltu hér til að skrá þig í endurtektarpróf

Hvernig bóka ég tíma á vélarnar?

Hafðu samband við verklegu afgreiðslu skólans í síma 514 9410, farsíma 825 1500 eða flightdesk(hjá)flugskoli.is.

Hver gefur út AIP fyrir Ísland?

ISAVIA og Samgöngustofa gefur út rafræna AIP fyrir Ísland.

Frá byrjun árs 2016, hefur AIP ICELAND – Flugmálahandbók Íslands, verið gefin út á rafrænu formi.

Hvernig finn ég upplýsingar um flugveður?

Hvar finn ég loggkerfin?

Hvernig kemst ég inn á námsnet skólans?

Hvar finn ég handbækur skólans?

Er flugskólinn ekki á neinum samfélagsmiðlum?

Jú, jú, við erum með Facebook, Twitter og YouTube.

Facebooksíða Flugskólans,

YouTube rás Flugskólans

Twitter reikningur Flugskólans

Vitið þið um áhugaverðar síður um flug?

Spurningar

Hafðu samband og við svörum þér um hæl!

Var efnið á síðunni hjálplegt?
Frábært það eru góðar fréttir!