Menu

Margmiðlunarskólinn

Námið hentar þeim sem hafa áhuga á þrívíddarvinnslu, tæknibrellum fyrir kvikmyndir, tölvuleikjagerð og teiknimyndagerð.
Allt þetta er hluti náms í Margmiðlunarskólanum.

Margmiðlunarskólinn

Innsýn í námið

Framsækið tækninám - Skapandi nám í leikjahönnun, þrívídd og eftirvinnslu kvikmynda

Margmiðlunarskólinn(RADE) er vel tækjum búinn, með green screen stúdíó, hljóðstúdíó, MotionCatpure og góðan búnað fyrir myndatökur.

Á fyrstu og annarri önn færð þú grunn í helstu forritum og kenningum greinarinnar. Á þriðju önn velur þú þér svið til að sérhæfingar og fjórða önnin er hugsuð sem eitt stórt verkefni sem unnið er sjálfstætt með stuðningi kennara og aðila úr atvinnulífinu.

Námið er verkefnadrifið og líkist starfsumhverfi atvinnulífsins. Hröð þróun er í starfsgreininni og krefst símenntunar en nemendur eru þjálfaðir í því að temja sér þann hugsunarhátt.

Fréttir

Sjá fleiri fréttir

Viðburðir

desember
14. Föstudagur
Kennslu lýkur á haustönn´18
17. Mánudagur
12:00 - 14:00
Einkunnir birtar í Innu – Námsmat/endurgjöf (prófsýnidagur)
17. 17. desember - 06. janúar Jólafrí 17. desember til 6. janúar
21. Föstudagur
13:00
Útskrift úr dagskóla Tækniskólans í Silfurbergi Hörpu Harpa - tónlistarhús
21. Föstudagur
16:00
Útskrift Tækniakademíu Tækniskólans í Silfurbergi Hörpu Harpa - tónlistarhús
janúar
04. Föstudagur
09:00
Opnað fyrir stundatöflur á vorönn í Innu
07. Mánudagur
Kennsla hefst skv. stundatöflu á vorönn 2019
Leita í dagatali

Umsagnir

Skoða skólalífið

Skólinn er í miklum samskiptum við atvinnulífið.

"Nemendur skiptast í tvennt, annars vegar þá sem hafa áhuga á töluleikjum eða annarri afþreyingu í tölvum og síðan er kvikmyndahópurinn sem er í brellunum." segir Halldór Bragason fagstjóri í Margmiðlunarskólanum.

Velkomin

Velkomin í Margmiðlunarskólann

Ragnhildur Guðjónsdóttir

Tækni, hönnun og sköpun.

- Kveðja frá skólastjóra

Margmiðlunarskólinn er til húsa á fyrstu hæð Tækniskólans á Háteigsvegi.

Sterkur hópur kennara kennir þér áhugavekjandi nám með mikla starfsmöguleika.

Við tökum vel á móti þér.

Ragnhildur Guðjónsdóttir

  • Skólastjóri Endurmenntunarskólans og Tækniakademíunnar
  • rag@tskoli.is
  • s. 514 9601 / 865 5954

FAQ

Spurt og svarað

Hvernig sæki ég um nám í Margmiðlunarskólnanum?

Umsóknir fara í gegnum Innu.is.

Umsækjendur þurfa að skila inn ferilmöppu (e. portfolio) og staðfestum gögnum um námsárangur frá öðrum skólum. Inntökunefnd fer yfir umsóknir og getur kallað umsækjendur til viðtals. Farið er með öll gögn sem trúnaðarmál.

Er námið styrkhæft hjá LÍN?

Lánasjóður íslenskra námsmanna veitir upplýsingar um lánshæfi námsins.

Hvað tekur nám í Margmiðlunarskólanum langan tíma?

Námið tekur tvö ár, fjórar annir, og er gert ráð fyrir að nemendur stundi það sem hverja aðra vinnu og gilda almennar reglur Tækniskólans um mætingu.

Spurningar

Hafðu samband og við svörum þér um hæl!

  • This field is for validation purposes and should be left unchanged.
Var efnið á síðunni hjálplegt?
Frábært það eru góðar fréttir!