Menu

Atvinnulíf

Tengsl við atvinnulífið

Tækniskólinn, skóli atvinnulífsins leggur áherslu á að efla tengsl skólans við atvinnulífið á fjölbreyttan hátt. Meginhlutverk skólans er að mennta fólk til starfa í atvinnulífinu og því er nauðsynlegt að tengjast atvinnulífinu með samstarfi og samvinnu bæði varðandi nám í skólanum og vinnustaðanám.
Skólinn vill efla þessi tengsl með frekara samstarfi við fyrirtæki og stofnanir.

Tækniskólinn hefur mikilvægu hlutverki að gegna í tengingu nemenda við atvinnulífið. Kennarar skólans og náms- og starfsráðgjafar aðstoða nemendur eins og mögulegt er við afla sér vinnustaðanáms.

Þjónusta við nemendur: 

  • Öflun námssamnings.
  • Gerð ferilskráa eða CV.
  • Undirbúningur fyrir atvinnuviðtal.
  • Aðgangur að gagnagrunni iðnmeistara.

Kennarar, starfsmenn og námsráðgjafar veita allar þær upplýsingar sem nemendur þurfa á að halda, varðandi lög og reglugerðir námssamninga.

IÐAN fræðslusetur er með vefsíðu um málefnið námssamningar/vinnustaðanám –  þar sem nemendur og fyrirtæki geta miðlað upplýsingum sín á milli þ.e.a.s. iðnmeistarar í leit að nema setja þar upp auglýsingar og nemar í leit að námssamning geta gert slíkt hið sama.

Efling vinnustaðanáms

Samtök Iðnaðarins í samstarfi við framhaldsskólana hefur gert sáttmála um eflingu vinnustaðanáms þar sem fyrirtæki sem staðfest hafa sáttmálann munu leggja sitt af mörkunum til eflingar vinnustaðanáms.

Sáttmáli um eflingu vinnustaðanáms  – á vefsíðunni má sjá lista yfir fyrirtæki sem staðfest hafa sáttmálann.