Menu

Leiðbeiningar til að deila skrám á OneDrive

1. Velja skrá

Byrjið á að opna OneDrive og velja þær skrár sem þið viljið deila. Það þarf að gera þetta ferli fyrir hverja skrá fyrir sig.

Hægrismellið á skránna og veljið Share í valmyndinni.

2. Réttindi á skrá

Ef þið eruð að deila skrám sem allir mega breyta og skoða sem þið sendið skrárnar á, þá getið þið sleppt þessu skrefi.

Smellið á “Anyone with the link…” og þá getið þið breytt hverjir geta notað hlekkinn sem þið búið til og ráðið hvort að fólk megi breyta skránni með “Allowediting” hakinu sem er þar fyrir neðan. Þegar að þið hafið sett þær stillingar sem þið viljið nota, smellið á Apply.

3. Deila skrá

Hér getið þið valið tvær leiðir til að deila skránni:

Ákveðnir aðilar: Skrifið póstföng þeirra sem þið viljið fá hlekkinn í pósti og smellið á send

Deilanlegur hlekkur: Smellið á Copy link neðst og þá mun OneDrive búa til hlekk sem þið getið síðan sent sjálf á þá aðila sem þið viljið að fái aðgang að skránni.

Var efnið á síðunni hjálplegt?
Frábært það eru góðar fréttir!