Menu

Leiðbeiningar til að tengjast prentara eða plotter – PC

Ef einhver vandamál koma upp í þessu ferli, endilega kíkið við hjá tölvudeildinni og við skoðum það með ykkur.

1. Tengjast TSMYQ

Haldið niðri windows takkanum og ýtið á R takkann á lyklaborðinu. Lítill gluggi mun opnast sem við viljum nota. Skrifið þar inn “\\tsmyq.2t.local” án gæsalappanna og smellið á OK eða Enter á lyklaborðinu.

2. Velja prentara

Finnið þann prentara sem þið viljið tengjast og tvísmellið á hann.

-Fyrir hvíta gangprentara: Veljið Svart-hvitur

-Fyrir litaprentara á skrifstofum/bókasöfnum: Veljið Litur

-Fyrir plotter: Veljið Canon iPF710, Canon iPF785 eða einn af tveimur DesignJet valmöguleikum, út frá hvaða plotter þið eruð að reyna að tengjast við.

3. Uppsetning

Windows mun reyna að tengjast prentaranum og biðja um leyfi til að installa driver. Smellið á “Install Driver” og uppsetningin mun klárast sjálf. Eftir það getið þið valið prentarann í hvaða forriti sem er og prentað úr þeim prentara sem þið völduð.

Var efnið á síðunni hjálplegt?
Frábært það eru góðar fréttir!