Menu

Leiðbeiningar til að tengjast Tækniskólaskýinu – MAC

ATH: Til að geta skráð sig inn á tölvur skólans og Tækniskólaskýið þarf að vera með lykilorð inn á Innuna, ekki nota Íslykil.

1. App Store

Við viljum byrja á því að fara í App Store.

2. Leita að appinu

Leitum þar að “microsoft remote”. Fyrsta appið sem kemur upp er “Microsoft Remote Desktop” og er það forritið sem við þurfum að sækja.

3. Sækja appið

Veljum Microsoft Remote Desktop og lendum þá á síðu til að sækja appið. Fyrir neðan aðal tákn appsins mun vera grænn takki merktur “Get”. Eftir að við smellum á hann breytist takkinn í “Install app” og viljum við smella á hann aftur til að setja appið upp.

ATH: Hér gæti verið að tölvan biðji um notandanafn og lykilorð, skráið ykkur þá inn með auðkenningu á tölvuna sjálfa.

Eftir uppsetningu getið þið farið í Launchpad og fundið appið þar ef uppsetning hefur tekist rétt.

4. Skrá inn á sýndarvélarsíðuna

Næst skulið þið opna vafrann sem þið notið mest og fara inn á síðu Tækniskólaskýsins: vdi.tskoli.is

Það sláið þið inn notandanafn og lykilorðið ykkar sem þið notið á innuna. Kennarar nota stafina sína eins og á tölvur skólans, nemendur nota kennitöluna sína sem notendanafn.

ATH: Þið þurfið að bæta við 2t\ fyrir framan notandanafnið ef það er ekki til staðar nú þegar.

5. Opna sýndarvélina

Eftir að þið hafið skráð ykkur inn mun birtast einn valmöguleiki í glugganum. Veljið þann valmöguleika. Sýndarvélin mun þá opnast í Microsoft Remote Desktop.

ATH: Nafnið á sýndarvélinni gæti breyst. Ekki hafa áhyggjur af því, opnið bara þá vél sem kemur upp

6. Innskráning

Þegar vélin opnast í Microsoft Remote Desktop mun hún biðja um auka innskráningu. Þar eigið þið að setja inn eftirfarandi login upplýsingar:

Username: 2t\kennitala eða notendanafn

Lykilorð: sama og lykilorð inná Innuna

 

Var efnið á síðunni hjálplegt?
Frábært það eru góðar fréttir!