Tækniskólaskýið
ATH: Til að geta skráð sig inn á tölvur skólans og Tækniskólaskýið þarf að vera með notendanafn og lykilorð. Sjá upplýsingar um gleymt lykilorð á hér.
1. Opna síðuna
Farið fyrst inn á vdi.tskoli.is í vafra að eigin vali. ATH: Vafrinn þarf að styðja HTML5. Flestir vafrar í dag styðja þennan staðal en eldri útgáfur af vöfrum gætu lent í vandræðum með það. Ef vafrinn nær ekki að opna síðuna eða sýndarforrit þá skulið þið uppfæra vafrann eða prófa annan vafra.
2. Skrá inn
Skráið ykkur inn á síðuna með sama aðgangi og þið notið inn á tölvur skólans.
3. Veljið forritið
Þið sjáið hjá ykkur alla þá valmöguleika sem þið hafið aðgang að og getið ákveðið út frá því hvaða forrit þið viljið tengjast.
ATH WINDOWS 7 og 8 notendur: Það er mjög mikilvægt að passa i stillingum að „Download the rdp file“ sé hakkað við.
4. Viðvörun
Eftir að þið smellið á forritið þá mun koma viðvörun sem biður ykkur um að leyfa sýndarforriti að fá aðgang að prenturum og clipboard á tölvunni ykkar. Ef þið viljið ekki að sýndarforritið hafi aðgang að þessu, afhakið þá hökin sem þið viljið ekki hafa. Hakið síðan í „Don’t ask me again for connections on this computer“ til að hindra að þessi viðvörun komi aftur þegar að þið tengist frá þessari tölvu
Eftir að þið komist í gegnum þessa viðvörun mun síðan opna fyrir ykkur sýndarforritið ykkar.
Ef þið viljið síðan láta tölvuna fylla skjáinn þá er takk í efra hægra horni síðunnar sem gefur ykkur þann möguleika.