Menu

Prenta úr iPad / iPhone

ATH: Til að prenta af prenturum skólans og setja upp prentarana þarf að vera á þráðlausu neti Tækniskólans.

1. Sækja MyQ

Farið í App Store og leitið þar að “MyQ” og sækið “MyQ Mobile Printing” appið sem kemur þar upp.

Einnig getið þið fylgt eftirfarandi link: MyQ Mobile Printing

2. Tengjast prentara

Opnið appið og veljið “Scan QR Code” Skannið inn QR kóðann sem er á prenturum skólans eða hér:

 

3. Innskráning

Þegar að QR kóðinn hefur verið skannaður þá biður appið um innskráningu.

  • Username: kennitala nemanda eða upphafsstafir kennara
  • Password / PIN: 5 tölu kóði sem er undir mynd á prentkorti

Smellið síðan á Log In og þá eruð þið komin inn í prent kerfið.

4. Virkja prentun

Að lokum þarf að fara inn í app sem styður prentun í gegnum MyQ. Dæmi væri Safari eða Chrome. Veljið þar deilimerkið sem er við hliðina á slóðarstikunni efst. Þar inni í neðri hluta valmyndarinnar þarf að fara alla leið í hægri enda og velja “More”. Þar þarf að haka í “Print via MyQ”.

Þegar þetta er komið getið þið prentað úr iPad / iPhone með því að fara í þessa deilivalmynd og velja “Print via MyQ”.

Eins og er þá prentar bara í svart-hvítu, hægt er að haka í “Duplex” til að prenta báðum megin á hverja síðu.

Var efnið á síðunni hjálplegt?
Frábært það eru góðar fréttir!