Prentun á einkatölvum – Mobility Print
Hér finnur þú leiðbeiningar sem sýna hvernig á að setja upp prentara skólans á einkatölvum
ATH : Áður en þú byrjar, verður þú að geta skráð þig inn á tækniskóla netfangið þitt, ef þú veist það ekki þá getur þú farið inn á https://lykilord.tskoli.is/ og þar þarftu að slá inn persónulega netfangið þitt (sem er skráð í Innu) til þess að fá póst með öllum skólaupplýsingunum þínum eins og notendanafn, skólanetfangið þitt og hlekk (ATH: virkar bara í 15min) sem leyfir þér að endursetja lykilorðið þitt, hægt að sjá leiðbeiningar hér.
1. Staðfesta að þið séuð tengd skólaneti
byrjið á því að passa að þið séuð tengd neti skólans
ATH: Starfsmenn geta gert þetta á starfsmannaneti!
2. Sækja Mobility Print forritið
Opnið þessa síðu hér og ýtið svo á Download takkann
3. Setja upp Mobility Print forritið
Keyrið skjalið og haldið áfram þar til þið sjáið valmöguleikann sem sést á myndinni hér fyrir neðan,
hér þarf að velja Litur-queue og Svart-queue og halda áfram.
ATH: Ef prentarar sjást ekki, það þarf að staðfesta hvort þið eruð tengd nemanda netinu skólans.
Næst þurfið þið að skrá ykkur inn, hér þarf að nota notendanafn og lykilorð eins og þið myndu skrá ykkur inn á tölvur skólans.
Ef allt gekk upp þá eigið þið að sjá tvo nýja prentara hjá ykkur.