Menu

Prentun

Viltu prenta út verkefni eða ritgerðina þína? Þarftu að ljósrita?

Þú verður að hafa prentkort sem þú sækir um og greiðir á upplýsingamiðstöðvum – bókasafni skólans.

Litaprentarar og ljósritunarvélar eru á bókasöfnum. Svart/hvítir prentarar eru víðsvegar á göngum skólans.

Leiðbeiningar við að prenta út

Til að prenta út þarf að hafa í huga:

  • Ekki er hægt að senda beint á ákveðinn prentara.
  • Að vera skráður inn í tölvuna á aðgangi þess sem ætlar að sækja útprentunina. Það er ekki hægt að sækja útprentun nema á korti þeirrar/þess sem skráð/ur er í tölvuna!
  • Að velja aðra af tveimur prentstýringum eftir því hvort verið er að prenta út í lit eða svart/hvítu.
  • Sjálfkrafa stilling er á A4 pappírsstærð og því þarf að velja A3 sérstaklega í „Printing preferences“.
Nánar um prentkort og prentun

Fartölvan þín og prentun

Prentun úr fartölvunni þinni (Windows – ekki Macintosh!)

Ýta á Windows takkann.

  1. Skrifa \\tsmyq.2t.local í leitargluggann og ýta á enter. Einnig er hægt að skrifa \\10.200.10.199.
  2. Upp kemur logon gluggi, þar á að setja sem notanda 2t\notandanafn nemandans og lykilorð (ath fyrir nemendur sem byrjuðu fyrir 2019 er notandanafn kennitala).
  3. Þá getur nemandi valið um prentara til að setja upp í tölvunni og tvísmellir á þann sem hann vill fá inn.

Endurtaka þarf atriði 1-3 í hvert sinn sem þú ætlar að prenta eftir að hafa farið með tölvuna af skólasvæðinu. Einnig ef þú hefur endurræst tölvuna. Ekki á að þurfa að setja prentarann upp aftur.

 

Var efnið á síðunni hjálplegt?
Frábært það eru góðar fréttir!