fbpx
en
Menu
en

Prentun

03. október 2019

Prentun

Eitt kort virkar bæði sem prentkort og aðgangskort. Þú sækir um kortið og greiðir á upplýsingamiðstöðvum – bókasafni skólans.

Prentun: Ef þú vilt prenta eða ljósrita í skólanum þarftu að eiga prentkort. Til að fá prentkort þarf að fara á eitt af bókasöfnum skólans og sækja um þar.

Aðgangskort: Nemendur geta komist í læstar stofur til verkefnavinnu og á lesaðstöðu bókasafns með aðgangi sem tengdur er við prentkort. Til að komast inn í kennslustofur þarf að sækja um það hjá skólastjóra hvers skóla.  Fyrir lesaðstöðu bókasafns eftir lokun þarf að sækja um á bókasafni.

Prentun úr PC

Ef einhver vandamál koma upp í þessu ferli, endilega kíkið við hjá tölvudeildinni og við skoðum það með ykkur.

1. Tengjast TSMyQ

Haldið niðri windows takkanum og ýtið á R takkann á lyklaborðinu. Lítill gluggi mun opnast sem við viljum nota. Skrifið þar inn „\\tsmyq.2t.local“ án gæsalappanna og smellið á OK eða Enter á lyklaborðinu.

2. Velja Prentara

Finnið þann prentara sem þið viljið tengjast og tvísmellið á hann.

-Fyrir hvíta prentara á göngum: Veljið Svart-hvitur

-Fyrir litaprentara á skrifstofum/bókasöfnum: Veljið Litur

-Fyrir plotter: Veljið Canon iPF710, Canon iPF785 eða einn af tveimur DesignJet valmöguleikum, út frá hvaða plotter þið eruð að reyna að tengjast við.

3. Uppsetning

Windows mun reyna að tengjast prentaranum og biðja um leyfi til að installa driver. Smellið á „Install Driver“ og uppsetningin mun klárast sjálf. Eftir það getið þið valið prentarann í hvaða forriti sem er og prentað úr þeim prentara sem þið völduð.

 

Prentun úr iPad / iPhone / Android

ATH: Til að prenta af prenturum skólans og setja upp prentarana þarf að vera á þráðlausu neti Tækniskólans.

1. Sækja MyQ

Farið í App Store / Play store og leitið þar að „MyQ“ og sækið „MyQ Mobile Printing“ appið sem kemur þar upp.

Einnig getið þið fylgt eftirfarandi link

Apple: MyQ Mobile Printing Apple

Android: MyQ Mobile Printing Play store

 

 

2. Tengjast prentara

Opnið appið og, undir “Enter Manually”, setjið 10.200.10.199 í Server Address og breytið portinu í 8090. Smellið síðan á Next.

 

3. Innskráning

Næst biður appið um innskráningu.

  • Username: fyrri hluti skólanetfangs nemanda eða upphafsstafir kennara
  • Password / PIN

Hægt er að nota lykilorð eða Pin númer til að skrá sig inn, Pin númerið er 5 tölu kóði sem er undir mynd á prentkorti

Lykilorðið er það sama og þið notið við innskráningu í tölvukerfi skólans

Smellið síðan á Log In og þá eruð þið komin inn í prent kerfið.

 

 

4. Virkja prentun

Að lokum þarf að fara inn í app sem styður prentun í gegnum MyQ. Dæmi væri Safari eða Chrome. Veljið þar deilimerkið sem er við hliðina á slóðarstikunni efst. Þar inni í neðri hluta valmyndarinnar þarf að fara alla leið í hægri enda og velja „More“. Þar þarf að haka í „Print via MyQ“.

Þegar þetta er komið getið þið prentað úr iPad / iPhone með því að fara í þessa deilivalmynd og velja „Print via MyQ“.

Eins og er þá prentar bara í svart-hvítu, hægt er að haka í „Duplex“ til að prenta báðum megin á hverja síðu.