fbpx
Menu

Prentkort

Prentkort

Prentkort kaupir þú hjá upplýsingamiðstöð, bókasafni.

Ef þú átt ekki prentkort þarf að greiða uppsett verð fyrir þjónustuna.

Prentkort kosta 1.000 kr. en það kostar 2.000 kr. að endurnýja glatað kort. 

Hverjum nemanda er úthlutað a.m.k. 1.000 kr. prentinneign á hverri önn (misjafnt eftir brautum). Við prentun eða ljósritun er dregið frá inneigninni:

  • A4 svart/hvítt kostar 10 kr.
  • A4 í lit kostar 20 kr.
  • A3 svart/hvítt kostar 20 kr.
  • A3 í lit kostar 40 kr.

Ef þú átt prentkort getur þú fengið leyninúmer til að nota á prentarana í stað kortanna hjá starfsfólki bókasafnanna.

ATH! Eina leiðin til að prenta út er að vera skráð/ur inn á tölvuna og nota kortið eða leyninúmerið sem er tengt við þann notanda í prentarann.

 

Nokkur atriði varðandi prentun

Til að prenta út þarf að hafa eftirfarandi í huga:

  • Ekki er hægt að senda beint á ákveðinn prentara.
  • Að vera skráður inn í tölvuna á notanda þess sem ætlar að sækja útprentunina. Það er ekki hægt að sækja útprentun nema á korti þeirrar/þess sem skráð/ur er í tölvuna!
  • Að velja aðra af tveimur prentstýringum eftir því hvort verið er að prenta út í lit eða svart/hvítu.
  • Þær eru stilltar á A4 pappírsstærð og því þarf að velja A3 sérstaklega í „Printing preferences“.