Menu

Upplýsingamiðstöð

Bókasafn og skrifstofa eru upplýsingamiðstöð skólans.

Allir nemendur eiga rétt á að njóta faglegrar bókasafns- og upplýsingaþjónustu á bókasafni skólans.
Á skrifstofu geta nemendur skilað inn vottorðum vegna veikinda og sótt staðfestingu á námi ásamt ýmsu fleiru.
Á bókasafni Hafnarfirði og Háteigsvegi fá nemendur upplýsingar eins og á skrifstofu.

Opnunartími

Hafnarfjörður sími 514-9028
Lokað frá 24. maí. – 15. ágúst
Gleðilegt sumar!

Háteigsvegur sími 514-9026
Lokað frá 24. maí – 15. ágúst
Gleðilegt sumar!

Skólavörðuholt
Opnunartími í sumar 2018

Bókasafn sími 514-9021

Bókasafn

Hlutverk: Meginhlutverk bókasafnsins er að veita nemendum og starfsmönnum greiðan aðgang að upplýsingum og heimildum vegna náms og kennslu.

Þjónusta: Á safninu er veitt fjölþætt og persónuleg þjónusta og því er ætlað að styðja nám og kennslu við skólann:

  • fagleg upplýsingaþjónusta og leiðbeiningar við heimildaleit og upplýsingalæsi
  • úrvinnsla heimilda
  • útlán og námsaðstoð

Kennslubækur: Allar kennslubækur sem eru á leslistum nemenda eru til á bókasafninu. Þær er hægt að fá lánaðar í kennslustund eða lesa á staðnum. Kennslubækur eru ekki til heimaláns.

 

Ritgerðavinna og heimildir

Á bókasafni má fá leiðbeiningar sem nemendur geta notað við ritgerðaskrif.

Þær eiga helst við um lokaverkefnisgerð en má einnig nota við styttri ritgerðir.

Ritgerðarskrif – að skrifa ritgerð

Heimildarskráning – gera heimildaskrá

Heimildir og orðabækur á netinu

Lesstofur og tölvuver

Lesstofur og tölvuver eru á bókasöfnunum. Einnig er aðstaða til að prenta út og skanna inn.
Nemendur geta sótt um rafrænan aðgang að lesrými á Háteigsvegi ef þeir vilja notfæra sér aðstöðuna eftir lokun bókasafnsins.

Prentun prentkort

Eitt kort sem virkar bæði sem prentkort og aðgangskort. Þú sækir um kortið og greiðir á upplýsingamiðstöðvum – bókasafni skólans.

Prentun: Ef þú vilt prenta eða ljósrita í skólanum þarftu að eiga prentkort eða borga uppsett verð á bókasöfnunum.

Kortin kosta 500 kr. en það kostar 2.000 kr. að endurnýja glatað kort.
Ef þú átt prentkort getur þú fengið leyninúmer til að nota á prentarana í stað kortanna hjá starfsfólki bókasafnanna.

Um prentun
Var efnið á síðunni hjálplegt?
Frábært það eru góðar fréttir!