Síðasti starfsdagur samkvæmt námsáætlun og stundaskrám er birtur í skóladagatali nemenda (pdf) en kennslulok geta verið mismunandi eftir áfanga. Nánari upplýsingar um skipulag hvers áfanga eru á Innu.
Dagarnir 16.-18. október eru námsmatsdagar og þá fer það eftir skipulagi áfanga hvort nemendur þurfa að mæta í próf/endurtökupróf/vinna í verkefnum eða skila síðustu verkefnunum en hver nemandi fær upplýsingar um það hjá sínum kennara.
Kennarar setja próf og verkefni í Innu þannig að nemendur sjá nákvæmlega hvenær á að skila öllum verkefnum og taka öll próf (dagsetningar og tímasetningar). Nemendur eru hvattir til að yfirfara þetta vandlega í öllum áföngum og vera í sambandi við kennara ef þeir hafa spurningar eða athugasemdir.
Lokaeinkunnir verða birtar í Innu þann 18. desember 2023. Nemendur eru hvattir til að skoða námsmat og fara yfir einkunnir. Einnig er þetta tækifæri til að endurskoða val næstu annar með umsjónarkennara sem verður til viðtals kl. 10:00-12:00.
Nemandi á útskriftarönn sem getur ekki útskrifast vegna falls í einum eða tveimur áföngum getur fengið heimild til að taka upptökupróf í áfanganum eða áföngunum ef hægt er að koma því við í samráði við viðkomandi skólastjóra og ef upptökupróf er framkvæmanlegt vegna umfangs áfangans. Ef áfanginn er verklegur er ekki framkvæmanlegt að taka upptökupróf. Nemandi skráir sig í upptökupróf á skrifstofu og greiðir þar skráningargjald í síðasta lagi á lokanámsmatsdegi. Einkunn fyrir úrlausn í upptökuprófi gildir sem lokaeinkunn í áfanganum.
Brautskráning skólans verður þann 21. desember 2023. Nemendur eru minntir á að huga að útskriftarhúfum í tíma, sjá nánar á vefsíðu skólans.
Mikilvægar dagsetningar eru í skóladagatali nemenda, í Innu og í viðburðardagatali á vef skólans.
Uppfært 11. ágúst 2023
Áfangastjórn