Kennslulok – síðasti kennsludagur getur verið mismunandi eftir áfanga en nánari upplýsingar um skipulag hvers áfanga má finna á Innu. Síðasti starfsdagur samkvæmt námsáætlun og stundaskrám er birtur í skóladagatali nemenda.
Síðasti starfsdagur samkvæmt námsáætlun og stundaskrám er birtur í skóladagatali nemenda (pdf) en kennslulok geta verið mismunandi eftir áfanga.
Nánari upplýsingar um skipulag hvers áfanga eru á Innu.
Dagarnir 13. til 19. maí eru námsmatsdagar og þá fer það eftir skipulagi áfanga hvort nemendur þurfa að mæta í próf / upptökupróf / vinna í verkefnum eða skila síðustu verkefnunum en hver nemandi fær upplýsingar um það hjá sínum kennara.
Kennarar setja próf og verkefni í Innu þannig að nemendur sjá nákvæmlega hvenær á að skila öllum verkefnum og taka öll próf (dagsetningar og tímasetningar). Nemendur eru hvattir til að yfirfara þetta vandlega í öllum áföngum og vera í sambandi við kennara ef þeir hafa spurningar eða athugasemdir.
Lokaeinkunnir verða birtar í Innu þann 19. maí 2022. Nemendur eru hvattir til að skoða námsmat og fara yfir einkunnir. Einnig er þetta tækifæri til að endurskoða val næstu annar með umsjónarkennara sem verður til taks á Teams kl. 10:00–12:00 þann dag.
Brautskráning skólans verður þann 22. maí 2022. Nemendur eru minntir á að huga að útskriftarhúfum í tíma, sjá nánar á vefsíðu skólans.
Mikilvægar dagsetningar eru í skóladagatali nemenda, í Innu og í viðburðardagatali á vef skólans.
Uppfært 4. maí 2022
Áfangastjórn