fbpx
Menu

Íþróttir

Íþróttir

Í sambandi við nýja möguleika á vali í íþróttum fyrir vorönn 2023, sjá neðst á síðunni.

Bóklegar íþróttir

Fyr­ir­komulag í bók­legum íþróttum er hefðbundið og í eft­ir­far­andi íþrótta­áföngum mæta nem­endur í tíma skv. stunda­skrá.

  • ÍÞRÓ1GH02AT – Nemendur á Skólavörðuholti
  • ÍÞRÓ1GH02AT-Hát – Nemendur á Háteigsvegi
  • ÍÞRÓ1GH02AT-Hfj – Nemendur í Hafnarfirði

 

Verklegar íþróttir – V2023 

Nýnemar fá íþróttir inn í stundatöflu. Eldri nemendur fá íþróttir inn í töflu á mánudögum en eiga að hitta íþróttakennara þegar hann er við í töflu og skipuleggja sínar íþróttir yfir önnina. Íþróttir eru kenndar á einni önn en ekki á spönnum. Eftirfarandi stundatöflur sýna viðveru kennara og upplýsingar um íþróttasamning er hér neðar á síðunni.

Stundatafla – Skólavörðuholti

Kl. Mánudagur Þriðjudagur Miðvikudagur Fimmtudagur Föstudagur
08:10–9:10
09:15–10:15 ABCDEFG A-1 Tækjasalur
10:35–11:40 Tækjasalur Tækjasalur A-6 Tækjasalur Tækjasalur
11:40–12:40 A-4 Tækjasalur A-5 Tækjasalur Tækjasalur Tækjasalur
12:40–13:10     –  Hádegishlé  –    
13:10–14:10 Tækjasalur A-7 Tækjasalur Tækjasalur A-2 A-3 Tækjasalur
14:15–15:15   Tækjasalur A-8 Tækjasalur
15:15-16:15   Tækjasalur
 

Stundatafla – Háteigsvegi

ATH. Tækjasalur er niðrí kjallara hjá lyftunni í aðalandyri skólans.
Kl. Mánudagur Þriðjudagur Miðvikudagur Fimmtudagur Föstudagur
08:10–9:10
09:15–10:15 Tækjasalur Tækjasalur (2) Tækjasalur
10:35–11:40 Tækjasalur Tækjasalur
11:40–12:40 Tækjasalur (1) Tækjasalur
12:40–13:10  –  Hádegishlé  –
13:10–14:10 Tækjasalur Tækjasalur Tækjasalur (4) Tækjasalur (3)
14:15–15:15      
15:15-16:15   Tækjasalur  
 

Stundatafla – Hafnarfirði

ATH. Tækjasalur HF er World class Dalshrauni 1 í Hafnarfirði
Kl. Mánudagur Þriðjudagur Miðvikudagur Fimmtudagur Föstudagur
08:10–9:10
09:15–10:15 World class(5)
10:35–11:40 World class World class (4) World class
11:40–12:40 World class World class World class(2)
12:40–13:10  –  Hádegishlé  – 
13:10–14:10 World class World class World class(1)
14:15–15:15
15:15-16:15 World class

 

Lágmarksmæting og staðsetning íþróttatíma

Lágmarksmæting er einu sinni í viku en nemendur geta mætt oftar ef þeir vilja. Nemandi getur mætt á alla þrjá staðina eftir því sem þeir vilja hverju sinni að því gefnu að íþróttakennari sé til staðar.

Nemendur þurfa að mæta:

  • Skólavörðuholt í íþróttasal kjallara.
  • Hafnarfjörð í World Class Dalshraun 1.
  • Háteigsveg í íþróttasal kjallara.

Atriði varðandi íþróttasamning:

  1. Hægt eð gera samning við íþróttadeild Tækniskólans um að stunda íþróttaæfingar á öðrum stað en í skólanum. Kennari metur hvort nemandi geti farið á samning.
  2. Samninginn verður að gera fyrir 26.sept.
  3. Nemandinn VERÐUR AÐ KOMA OG HITTA KENNARA í einhverjum af þeim tímum sem kennarar eru til staðar. Í tímanum fær nemandinn samningsblað með spurningum. Ef nemandinn er yngri en 18 ára þá þarf undirskrift forráðamanns sem hefur lesið yfir skilyrði samningsins. Til að standast samning þá þarf nemandinn að uppfylla 3 þætti sem eru tilgreindir í liðum 47 hér að neðan.
  4. Nemandi hefur skilað til íþróttakennara staðfestingu á æfingastað þar sem þeir stunda sína hreyfingu frá íþróttafélagi, þjálfara, æfingastöð o.s.frv. (skila inn fyrir 26.sept).
  5. Nemandi verður að skila inn einnar viku æfingadagbók þar sem útskýrt er nákvæmlega hvað er verið að æfa, markmið, hvernig æft er, hvað er gert á hverri æfingu og tímalengd. Einnig verður að fylgja með æfingasókn og lágmark 15 æfingar.
  6. Verður að skila rafrænt til íþróttakennara (skila inn fyrir 13.okt). 
  7. Nemandi verður að skila inn til íþróttakennara rafrænt mætingu fyrir önnina. Nemandi fær útprentun frá æfingarstað eða nemandi hefur skráð niður yfir önnina á blað þau skipti sem hann hefur stundað sína hreyfingu (skila inn fyrir 2.des). Lágmark 30 skipti.
  8. Ef nemandi uppfyllir áðurnefnd 3 skilyrði hefur hann staðist áfangann og fær einkunn.

Smellið hér á íþróttasamninginn til að fylla út. 

Ath. Skila þarf öllum matsþáttum til íþróttakennara (ekki annarra starfsmanna).

ATH. vel að nemendur sem eru á íþróttasamningi fá hvorki skráða mætingu né fjarvistir á meðan skil á matsþáttum eru fyrir skráðan skiladag. En ef nemandi skilar of seint eða alls ekki matsþætti þá fær viðkomandi fjarvistir þar til matsþætti er skilað. Fjarvistir verða ekki afskrifaðar.

ATH. mjög vel. Ef nemandi skilar ekki inn matsþætti fyrir skráðar dagsetningar þá dettur einkunn viðkomandi matsþáttar niður í 50% af fullri einkunn þess þáttar af því gefnu að matsþættinum sé skilað.

 

Nemandi getur náð 10 í áfanganum ef hann skilar inn 50 æfingum eða fleiri yfir önnina og vel útfylltri æfingadagbók.

Ef nemandi skilar ekki inn öllum þremur matshlutum (staðfestingu, vikudagbók, mætingar) þá hefur hann ekki uppfyllt samninginn og er þá fallinn.

Íþróttakennarar

Sjá kennara í íþróttum


Nýjir möguleikar á vali í íþróttum fyrir vorönn 2023.

Nú hafa nemendur möguleika á að velja á milli nokkurra verklegra íþróttaáfanga í vali (kemur ekki í stað bóklegra íþrótta). Við bjóðum upp á fjóra auka áfanga sem koma þá í staðin fyrir venjulega íþróttatíma ef þeir eru valdir. Þetta eru tímar sem fara fram einu sinni í viku. Knattspyrna, Sund, Badminton og Yoga verða í boði fyrir nemendur að velja á vorönn. 

Ath vel að þetta eru áfangar sem eru í boði. Ef nemendi kýs að velja hefðbundna skylduáfanga í verklegri íþróttakennslu þá er það að sjálfsögðu í boði áfram. 

Ath. Knattspyrna, Sund og Badminton fara fram annar staðar en í skólanum, það kemur í ljós síðar hvar verður kennt. Yoga fer fram í skólanum. 

Hér á eftir koma heitin á áföngunum sem eru í íþróttavalinu.

  • ÍÞRÓ1KN01AT Knattspyrna 
  • ÍÞRÓ1SU01AT Sund 
  • ÍÞRÓ1BT01AT Badminton 
  • ÍÞRÓ1JÓ01AT Yoga 

 

Uppfært 26. október 2022
Áfangastjórn