fbpx
Menu

valvika

Vegna valviku

Til nemenda á undirbúningsbrautum.

Mikilvægt að fara vel yfir praktískar upplýsingar með umsjónarkennurum ykkar í valvikunni.

Ekki gleyma því að þið eruð kominn með annan fótinn inn á brautina sem þið stefnið væntanlega að, þið eruð byrjuð að taka hluta af því sem þar er krafist. Þið tilheyrið einum af þessum undirskólum Tækniskólans.

 • Byggingatækniskólinn  – Almenn námsbraut Byggingatækniskólans – AN BYG19 – nemendur sem stefna að námi í húsasmíði, húsgagnasmíði, málaraiðn, múraraiðn eða pípulögnum.
 • Hönnunar-  og handverksskólinn  –   Undirbúningsbraut AN HAN19 – nemendur sem stefna að námi í hárgreiðslu eða fataiðnum
 • Hönnunar og handverksskólinn  –   Undirbúningsbraut – Hönnunar- og nýsköpunarbraut AN HÖN19
 • Raftækniskólinn – Undirbúningsbraut AN RAF19. Nemendur sem stefna á rafiðnir, sækja um grunnnám rafiðna.
 • Upplýsingatækniskólinn ­– Undirbúningsbraut AN UTN19. Nemendur sem ætla að sækja um tölvubraut eða grunnnám upplýsinga- og fjölmiðlagreina.
 • Véltækniskólinn  – Undirbúningsbraut TH-GMV17 , Málm- og véltæknigreinar.
 • Almenn námsbraut í Hafnarfirði – TH-ANHFJ19. Skoðið vel valið með umsjónarkennara.

Val og valvika, þýðir í raun og veru áframhaldandi umsókn um skólavist, en þá þarf að ganga frá nokkrum hlutum sem er mikilvægt að kynna sér vel.

Varðandi brautarskipti

Þið þurfið að sækja um brautarskipti rafrænt í INNU og staðfesta það.

Mikilvægt að vita og muna:

 • Til að auka líkurnar á að brautarskipti verði samþykkt er mikilvægt að hafa í huga:
  • Beiðni um brautarskipti er yfirleitt ekki afgreidd fyrr en niðurstöður annar liggja fyrir.
  • Þess vegna skiptir miklu máli að þið hafið í huga hvernig ykkur gengur núna, er eitthvað sem er ekki að ganga nógu vel? Farið vel yfir það með umsjónarkennara í valinu.
 • Munið eftir aðstoð s.s. námsveri, námsráðgjöfum og skólasálfræðingi.
 • Passið að staðfestingargjald sé borgað í heimabanka (tékkið á því hjá foreldrum). Það er ígildi áframhaldandi umsóknar, ef nemendur borga ekki er litið þannig á að þeir ætli ekki að sækja um áframhaldandi skólavist.
 • Þið getið ekki „valið ykkur áfanga“ á þeirri braut sem þið sækið um.
 • En þið getið valið áframhaldandi áfanga á undirbúningsbrautinni sem þið eruð skráð á, það er þá gert til vara ef það verður ekki hægt að samþykkja beiðnina um brautarskipti.
 • Þegar niðurstöður annarinnar liggja fyrir, fylgist vel með hvort brautarskipti voru samþykkt, og hvort þörf er á að yfirfara valið.

Ef þið eruð að hugsa um að skipta um skóla

Gott er að spyrja sig nokkurra spurninga, þegar þarf að endurmeta námsvalið.

 • Af hverju vil ég skipta um skóla?
 • Hvaða braut/ námsleið er það sem ég vil sækja um?
 • Uppfylli ég inntökuskilyrði?
 • Svo má líka spyrja: vil ég vera í skóla? Af hverju? Af hverju ekki?

Ef þið eruð ekki viss um svörin, er gott að leita til náms- og starfsráðgjafa, annaðhvort í Tækniskólanum, eða hjá þeim skóla sem þið eruð að hugsa um. Sækja þarf um á sameiginlegum innritunarvef framhaldsskólannna, alveg eins og þið gerðuð við lok 10. bekkjar.

 • Umsóknarfrestur fyrir vorönn er almennt frá 1. – 30. nóvember. Þó eru einhverjir framhaldsdskólar farnir að skipta skólaárinu upp í fleiri en tvær annir og þá á þetta ekki við.
 • Almennt eru umsóknir ekki afgreiddar í öðrum skólum fyrr en niðurstöður annarinnar liggja fyrir í núverandi skóla og gott er að hafa það í huga.
 • Ef þið ætlið að treysta á það að umsókn ykkar í annan skóla verði samþykkt, þá borgið þið ekki staðfestingagjald og eigið þar að leiðandi ekki umsókn í skólann. Ef þið viljið ekki treysta á það að verða samþykkt í öðrum skóla og eiga áframhaldandi umsókn Tækniskólann verði þið að ganga frá valinu (sækja um brautaskipti eftir atvikum) og greiða staðfestingargjaldið. Ef umsókn í annan skóla er samþykkt og þið ætlið að þiggja þá skólavist, þá er staðfestingagjald ekki endurgreitt og þá greiðið þið ekki restina af skólagjöldunum.

*skólagjöld eru greidd í tvennu lagi: fyrst staðfestingagjald kr. 5000. Þeir sem ekki greiða það innan frests eiga ekki áframhaldandi skólavist (eða þurfa að leggja inn nýja umsókn). Restin er svo greidd við lok annar og þá er mikilvægt að greiða líka innan frests til að eiga forgang á skólavist.