fbpx
Menu

Nemendur

Askur – tímarit útskriftarnema

Útskriftarnemar sjá alfarið um útgáfu á glæsilegu tímariti. Tímaritið Askur kemur út bæði í prentaðri útgáfu og einnig fyrir vef.

Glæsilegt tímarit unnið alfarið af útskriftarnemendum

Nemendur í Grafískri miðlun gefa út Ask

Askur er lokaverkefni nemenda í grafískri miðlun og er gaman að geta þess að tímaritið er prentað á nýju stafrænu prentvélina sem tekin var í notkun í Upplýsingatækniskólanum á þessari önn. Tímaritið kemur út bæði í prentaðri útgáfu og einnig fyrir vef.
Nemendur unnu að hluta til efnið í Erasmus námsferð sem hópurinn fór í til Danmerkur í mars síðastliðinn.

Hér er Askur á vefnum 🙂

Sjá námsbrautina Grafísk miðlun.

Verkefni frá nemendum

Rafræn sýning

Verið velkomin á útskriftarsýningu

Útskriftarsýning var haldin rafrænt vegna samkomubanns og hér er hægt að komast inn á sýninguna og sjá glæsileg verkefni nemendanna.

Útskriftarverkefni í grafískri miðlun

Veglegur Askur

Veglegt og flott sameiginlegt tímarit allra útskriftarnemenda vorið 2020.

Útskrift úr ljósmyndun vor 2020

Bók með verkum útskriftarnemenda í ljósmyndun

Nemendur vinna að sjálfstæðum verkefnum en einnig sameiginlegum verkum sem allt má skoða í nýútkominni bók.

Ljósmyndun – verkefni nemenda

Ljósmyndadeildin

Nemendur í ljósmyndun vinna að fjölbreyttum verkefnum sem sjá má á flottri vefsíðu.