fbpx
Menu

Nemendur

Auður Ósk Einarsdóttir nemandi í klæðskurði

„Saumaskapur eru mitt aðal áhugamál. Ég stefni á að vinna í búningagerð fyrir kvikmyndir og leikhús. Sögur, í flestum formum, veita mér innblástur t.d. kvikmyndir og leikrit, að sjá búninga sem að endurspegla persónuleika karektarins.“

[email protected]

Sérsaumuð jakkaföt

Markmiðið með þessu verkefni var að fá viðskiptavin til sín og sérsauma á hann jakkaföt. Maður lærir að horfa á hvernig viðskiptavinurinn er í laginu og hvernig á að breyta sniðinu til að það passi. Viðskiptavinurinn velur efnið, sem á að vera í ytra byrðinu, fóðrinu innan í og í undirkraganum. Það eru þrjár mátanir í ferlinu. Ein í léreftsmátun, þar eru jakkafötin sett í bómullarefni til að athuga hvernig passar og laga ef þarf. Næst eru jakkafötin sniðin í efni og allir helstu saumar saumaðir en restin er þrædd saman og mátað aftur. Jakkafötin eru svo fullkláruð, sett hnappagöt, tölur og lokapressuð, þá er tekin lokamátun.

Verkefni frá nemendum

Starfsnám í húsgagnasmíði

Námssamningur í París

Til Danmerkur í Húsgagnabólstrun

Klára námið í Skive

Útskriftarverkefni

Útskriftarverkefni

Ferð til Frankfurt

Um jafnrétti fyrir alla