Námsbrautirnar Hönnunar- og nýsköpunarbraut, Tækniteiknun, Húsgagnasmíði og Húsasmíði við Tækniskólann voru með samsýningu í húsnæði skólans.
Sýningin stóð í fjóra daga og var margt að sjá og skoða. Sýnd voru verkefni nemenda á þessum brautum sem unnin voru á vorönn 2018.