Hönnun og forritun á bíóvef.
„Eigandi Selfossbíó hafði samband við mig og vildi athuga hvort ég gæti tekið að mér hönnun og forritun á nýjum vef fyrir Selfossbíó. Ég tók vel í það og lagði þá í þann leiðangur að hanna og forrita vef fyrir bíóið. Útkoman varð https://selfossbio.is (Selfossbíó hefur hætt rekstri febrúar 2018) og ég var þokkalega ánægður með vefinn“
Það gæti vel verið að ég uppfæri hann á árinu 2017 og notast þá við React. Ég byrjaði að hanna vefinn í september 2016 og svo hófst forritun í október 2016 og vefurinn var svo kominn í loftið í desember 2016.