fbpx
Menu

Nemendur

Sköpun heimsins – Brynjar Leó Hreiðarsson

Íslenskuverkefni um sköpun heimsins.
„Ég hef áhuga á ljós- og kvikmyndum og tónlist. Ég fæ innblástur frá góðum kvikmyndum, tónlist og umhverfinu mínu. Ég plana að vinna í kvikmyndum í framtíðinni sem annaðhvort leikstjóri eða DP.“

Myndband um sköpun heimsins

Þegar það kom að því að velja hvað ég vildi gera í þessu verkefni þar sem við máttum í rauninni gera hvað sem er þá vissi ég strax hvað ég vildi gera. Sköpun Heimsins og Sigur Rós undir, myndskreytt af nokkrum kvikmyndatökuæfingum.

Ég hef núna undanfarið í nokkurn tíma haft svolítinn áhuga á kvikmyndum og þar sérstaklega þær sem hafa góða kvikmyndatöku sem leyfa sér að taka sinn tíma við senur, það var svona minn helsti innblástur við þetta verkefni. Ég einfaldlega vildi æfa kvikmyndatökuna, ekki er það flóknara.

Hér er myndbandið – SKÖPUN HEIMSINS

Gylfaginning – Handritið

Ég skrifaði handritið með Gylfaginningu sem heimild sem tók mig nokkra íslenskutíma og eftir það hófust tökur helgina fyrir skil. Helsta áskorunin var einfaldlega stutti tíminn sem ég hafði til skila. Að gera svona myndband er náttúrulega ekki súper einfalt svo að ég nýtti vin minn Gabríel Elí sem hefur svipaðan áhuga til að hjálpa mér við tökur. Tökur tóku þrjá daga og fóru fram við Kaldársel, í styttugarðinum við Einarssafn, Húsdýragarðinum og heima hjá mér. Pabbi minn skutlaði á milli tökustaða. Ég klippti síðan myndbandið á tveim dögum annar þeirra var fyrsti maí svo ég hafði nægan tíma og það var klappað og klárt fyrir miðvikudagsskil.

Aðrir sem hjálpuðu til voru Gabríel Elí Jóhannsson og Egill Ari Hreiðarsson.

Í gegnum allt verkefnið var ég með vini mína með mér, þó að þeir gerðu svo sem lítið þá héldu þeir mér frá því að missa vitið. Annað sem ég vil minnast á við þetta verkefni er tónlistin. Tónlist er mér mjög kær og hún fyllir upp góðan hluta dags eyrna minna. Ég hikaði ekki einu sinni smá við að nota lagið Sigur Rós eftir Sigur Rós af 1997 plötunni þeirra Von. Mér fannst það vera eina mögulega lagið eftir að ég las Gylfaginningu einu sinni á meðan ég hlustaði á Von það hljómar svo júník. Lokaútkoman var myndband sem ég er nokkuð sáttur með, Margt er sem ég get bætt mig í svona kvikmyndavinnu en ég tel að þetta hafi verið góð æfing. Fólki virðist líka við það svo ég er ánægður.

Meðfylgjandi ljósmyndir eru eftir Egil Ara Hreiðarsson.

 

Verkefni frá nemendum

Rafræn sýning

Verið velkomin á útskriftarsýningu

Útskriftarsýning var haldin rafrænt vegna samkomubanns og hér er hægt að komast inn á sýninguna og sjá glæsileg verkefni nemendanna.

Útskriftarverkefni í grafískri miðlun

Veglegur Askur

Veglegt og flott sameiginlegt tímarit allra útskriftarnemenda vorið 2020.

Útskrift úr ljósmyndun vor 2020

Bók með verkum útskriftarnemenda í ljósmyndun

Nemendur vinna að sjálfstæðum verkefnum en einnig sameiginlegum verkum sem allt má skoða í nýútkominni bók.

Ljósmyndun – verkefni nemenda

Ljósmyndadeildin

Nemendur í ljósmyndun vinna að fjölbreyttum verkefnum sem sjá má á flottri vefsíðu.