Menu

Flugskóli Íslands

Án æfingar verður enginn flugmaður

Aðbúnaður

Flugvélar, flugvellir og flughermar skipa stóran sess í námi hvers flugmanns eða flugvirkja.

FAQ

Nánar

Flugvélar

Vélarnar eru eftirfarandi:

Tveggja sæta einhreyfils:  Tecnam 2002-JF og Cessna 152II
Fjögurra sæta einshreyfils: Cessna 172 SP(Skyhawk) og
Fjögurra sæta fjölhreyfla: Piper Seminole.

Þessar flugvélategundir eru mikið notaðar í kennslu um allan heim vegna áreiðanleika þeirra og flugeiginleika.

Flugvélar skólans eru notaðar jafnt til kennslu sem og að vera leigðar út til einkaflugmanna sem eru að safna tímum eða einungis að fljúga ánægjunnar vegna.

Nýjastu flugvélarnar í skólanum eru fimm ítalskar framleiddar Tecnam 2002-JF af árgerðinni 2015 til 2016. Flugvélarnar eru tveggja sæta og er notuð í kennslu- og einkaflugs. Vélin er í flokki léttra flugvéla, samkvæmt skilgreiningu Flugöryggisstofnunar Evrópu – EASA.

Cessna 152II er tveggja sæta vél og er notuð mest í kennslu til einkaflugmannsréttinda. Cessna 152II hefur verið helsti burðarjálkur flugkennslu í heiminum, en þar sem Cessna flugvélaframleiðandi hefur hætt framleiðslu á þeim, fer þeim fækkandi vegna aldurs.

Cessna172 SP er fjögurra sæta vél sem er notuð í einkaflugmanns- og blindflugskennslu. Þær eru einnig mikið leigðar út t.d. vegna góðs sætapláss fyrir farþega og glæsilegs útsýnis til jarðar þá sem um borð eru. Þessi flugvél er enn valinn sú vinsælasta í heiminum af flugmönnum, vegna góðra flugeiginleika, viðhalds og áreiðanleika.

Piper Seminole PA-44 er tveggja hreyfla flugvél sem er notuð ýmist fyrir atvinnuflugmannskennslu og/eða öflun fjölhreyflaréttinda sem og fjölhreyfla blindflugsréttinda. Þessi flugvélategund er sú vinsælasta af flugskólum til flugkennslu, vegna sömu ástæðna og C172 SP, þ.góðra flugeiginleika.

VIÐHALD
Allar vélar skólans eru í viðhaldi hjá Flugvélaverkstæði Flugskóla Íslands sem staðsett er Flugskýli no. 1 á Reykjarvíkurflugvelli, en það viðhaldsverkstæði er EASA vottað og viðurkennt af hálfu Flugmálastjórnar Íslands.

Flugvellir

Allir skráðir flugvellir í Flugmálahandbók Flugmálastjórnar Íslands eru samþykktir, þó með þeim fyrirvara að leita skal samþykkis afgreiðslu flugdeildar Flugskóla Íslands fyrir notkun á hálendisflugvöllum.  Hálendisflugvellir og nokkrir aðrir teljast varasamir eftir árstíðum.

Flugmenn eru beðnir að kynna sér nýjasta NOTAM frá Notam skrifstofunni á heimasíðu Flugmálastjórnar hverju sinni sem þeir fara í flug, til að sjá hvort einhverjar takmarkanir eru á notkun flugvalla.  Einnig eru flugmenn hvattir til að kynna sér flugvellina, s.s. lengd, tegund, takmarkanir, tíðnir, hindranir, eldsneytismál og símanúmer flugvallavarða áður en lagt er af stað í viðeigandi kafla AIP.

Flugskóli Íslands vill minna á ábyrgð flugstjóra/flugnema að kynna sér vel ástand flugvalla með öruggum hætti, áður en lent er á flugvelli að hausti, vetri eða vori.

Ef einhver óvissa er fyrir hendi, REYNIÐ EKKI AÐ NOTA FLUGVÖLLINN.

Spyrjið aðra flugmenn, flugkennara, flugvallarsvið FMS, ábyrgðaraðila flugvallar eða lögreglu á staðnum um ástand flugvallar. 

Fáið samþykki afgreiðslu flugdeildar til að nota varasama flugvelli

ALSIM ALX flugaðferðaþjálfi FNPT II MCC

Snemma árs 2002, var ákveðið af stjórn Flugskóla Íslands, að leita að flugaðferðarþjálfa sem nota mætti samkvæmt hinum nýju samevrópsku reglugerðum JAA til blindflugsþjálfunar og þjálfunar í áhafnasamstarfi.  Eftir nokkra yfirlegu var ákveðið að leita til samninga við fyrirtækið ALSIM, en það fyrirtæki var þá ungt að árum og var að feta sig áfram í framleiðslu á flugaðferðarþjálfum sem uppfylla alla staðla JAA og FAA. Flugaðferðarþjálfinn sem varð fyrir valinu hét ALSIM AL 200-MCC og mátti nota til blindflugsþjálfunar og þjálfunar í áhafnasamstarfi (MCC).  Auk þess mátti nota hann til að framlengja blindflugsáritun flugmanna með prófdómara Flugmálastjórnar Íslands í annað hvert skipti og til að auka færni og viðbrögð flugmanna við aflmissi og aðra neyðarþætti á fjölhreyfla flugvél.

Á vormánuðum 2012 var flugaðferðarþjálfinn endurnýjaður og uppfærður í ALSIM ALX útgáfu sem tilheyrir sama flokki flugaðferðaþjálfa og forveri hans, þ.e. FNPT II MCC hermar.  Flugaðferðarþjálfinn er einn sá fullkomnasti í sínum stærðarflokki og býður m.a. upp á nýjustu tækni sem notast er við. Hægt er að velja allt frá einföldustu einshreyfils flugvélum upp í miðlungsstórar þotur við þjálfun flugmanna, með mismunandi mælitækjum fyrir flugmenn, allt frá gömlu klukkumælum til nútíma rafskjái (EFIS).

Fyrirtækið og tæknin

ALSIM er staðsett í NANTES í Frakklandi og var stofnað af frönskum atvinnuflugmanni og tölvusérfræðingi. Hugmynd þeirra hófst á hönnun sýndarmælitækja, er hefði fullkomna upplausn og hreyfingar á tölvuskjá, án þess þó að flugmenn missi raunveruleikatilfinningu fyrir mælitækjum. Eftir það víkkuðu þeir svið fyrirtækisins út í að framleiða umhverfi flugaðferðarþjálfa, sem nýtti það bil sem var milli tölvuflugherma og hinna fullkomnu flugherma sem flugfélög nota. Með þeim hætti gátu þeir framleitt tæki sem gat líkt eftir afkastagetu og hegðun hinna ýmissa flugvélategunda.  Því er hægt að líkja eftir á mjög raunverulegan hátt afkastagetu og hegðun hinna ýmissa flugvélategunda. Einfaldleikinn gerir einnig það að verkum að auðvelt er að uppfæra gagnagrunn í gegnum tölvusamskipti frá útlöndum er varðar flugvélategundir, flugvelli, umhverfi og leiðsöguvirki. Einnig hafa þeir hannað innra gæðastýringakerfi er uppfyllir allar kröfur EASA og FAA um eftirlit til slíkra tækja af notendum og flugmálastjórnum þeirra landa þar sem hann er samþykktur í.

Samþykktarferli

ALSIM AL-200 MCC flugaðferðarþjálfinn kom til landsins á haustmánuðum 2002 og var strax byrjaður undirbúningur að staðsetningu hans og aðstöðu, er lauk síðla árs 2002. Þá hófst sú vinna að fá Flugmálastjórn Íslands, ásamt sérfræðingi frá dönsku flugmálastjórninni, til að framkvæma úttekt til samþykktar á flugaðferðarþjálfanum og lauk því lok mars 2003 er flugaðferðarþjálfinn hlaut samþykki hans til kennslu í áhafnasamstarfi (MCC). Í byrjun maí 2003 hlaut síðan Flugskóli Íslands hf. lokasamþykki Flugmálastjórnar Íslands til blindflugskennslu í flugaðferðarþjálfanum, eftir miklar yfirlegu og leiðréttingar á smáatriðum í bókum hermisins.

Flugmálastjórn Íslands samþykkti ALSIM ALX flugaðferðarþjálfann stuttu eftir uppsetningu hans í apríl 2012 og hægt er að stunda kennslu á  nokkrar mismunandi flugvélartegundir í flugaðferðarþjálfanum.  Um mitt ár 2013 vegna innleiðingar EASA reglugerðar, lét íslenska ríkið af því að votta flugherma og þurfti Flugskoli Íslands því að leita til Flugöryggisstofnunar Evrópu – EASA, um slíka vottun.  Var Flugskóli Íslands fyrstur á Íslandi til að hljóta slíka vottun ( sjá leyfisveitingar).

Þjálfun

Samkvæmt kennsluleyfi Flugskóla Íslands hf. munu tímar í flugaðferðarþjálfanum nýtast á öllum stigum þjálfunar þ.e. í einka-, atvinnu-, blindflugs-, fjölhreyfla- og áhafnasamstarfsþjálfun. Tímar sem teknir eru í flugaðferðarþjálfanum eru kenndir af starfandi atvinnuflugmönnum frá öllum stærri flugrekendum á Íslandi og má þar nefna Icelandair, Atlanta, Flugfélagi Íslands og Norlandair.  Þeir eru allir skráðir flugkennarar hjá Flugskóla  Íslands hf. og hafa starfað í áraraðir við flugkennslu á Íslandi. Tímar sem teknir eru í flugaðferðarþjálfanum nýtast til þjálfunar samkvæmt JAR FCL 1 skírteinareglugerð sem hér segir;

  •         PPL (A): 5 klst.
  •         CPL (A): 5 klst.
  •         IR (A) SEP: 35 klst.
  •         IR (A) MEP: 40 klst.
  •         IR (A) SEP til MEP: 3 klst.
  •         MCC: 20 klst.
Var efnið á síðunni hjálplegt?
Frábært það eru góðar fréttir!