fbpx
Menu

Innsýn í námið

Starfsbraut með verk- og listgreinum

Brautin er kennd bæði á Skólavörðuholti og í Hafnarfirði. Allt að tólf nemendur eru í hvorum hópi og er námið fjögur ár. Brautirnar eru eins uppbyggðar að öllu leyti nema í Hafnarfirði er málmsmíði kennd í stað hönnunar og listar á Skólavörðuholti. Á braut­inni eru kenndar almennar, bók­legar greinar eins og stærðfræði, enska og íslenska.

Sérstaða brautarinnar er verklegi hluti námsins, þar sem nemendum gefst tækifæri til að kynnast minnst þremur verk-, iðn- eða listgreinum. Þá má nefna tréiðnað, leik­list, upp­lýs­inga­tækni, málmiðnað og hönnunar og listnám.

Íþróttir eru kenndar á öllum önnum brautarinnar auk fleiri spennandi áfanga eins og öryggisfræði, undirbúning fyrir bílpróf, lífsleikni og heilbrigðisfræði.

Brautarlýsing

SNM18 Starfsnámsbraut

Brautin er með aðalháherslu á starfsnám og er ætluð nemendum sem hafa notið verulegrar sérkennslu á grunnskólastigi. Aðeins tekið við nýjum nemendum á haustönn.

Almennar upplýsingar

Inntökuskilyrði

Brautin er ætluð nem­endum sem stundað hafa nám í sér­deildum grunn­skóla eða notið hafa mik­illar sér­kennslu á grunn­skóla­stigi, vegna fötlunar eða annarra ástæðna, og hafa ekki möguleika á að stunda fullt nám á öðrum námsbrautum.

Þjónustustig brautarinnar er númer 1 samkvæmt skilgreiningu menntamálaráðuneytis. Gert er ráð fyrir að nemendur séu sjálfstæðir innan skólans, geti farið á milli kennslustofa, í mötuneyti og í íþróttir.

Sótt er um brautina í gegnum vef Menntamálastofnunar og er innritunartímabil í febrúar ár hvert. Æskilegt er að greinargóðar upplýsingar um námsstöðu og/eða þjónustuþörf umsækjenda fylgi með.

Að loknu námi

Námslok starfsnámsbrautar miðast við fjögurra ára nám á hæfniþrepi eitt. Námið felur fyrst og fremst í sér almenna menntun, þar sem lögð er áhersla á alhliða þroska nemenda og lýðræðislega virkni.

Samkvæmt Aðalnámskrá fyrir framhaldsskóla 2011 getur nám á fyrsta þrepi enn fremur falið í sér almennan undirbúning undir störf í atvinnulífinu, störf sem ekki krefjast mikillar sérhæfingar og eru unnin undir stjórn eða eftirliti annarra.

FAQ

Spurt og svarað

Hvar sæki ég um?

Sótt er um rafrænt og sækja um hnappur á umsóknarvef Innu er hér á síðunni.

Hvað kostar námið?

Sjá upplýsingar um skólagjöld í gjaldskrá Tækniskólans.

Hvenær hefst kennsla?

Sjá upplýsingar í skóladagatali hér á vefnum. 

Hvar fer kennslan fram?

Kennslustaðsetning áfanga er gefin til kynna með síðasta stafnum í áfangaheitnu í stundatöflu, þá stendur S fyrir Skólavörðuholt, H fyrir Háteigsveg og TH fyrir Hafnarfjörð.

Er mætingarskylda?

Upplýsingar um félagslíf og nemendafélag eru á síðu um félagslíf.

Spurningar

Hafðu samband og við svörum þér um hæl!

  • This field is for validation purposes and should be left unchanged.
Var efnið á síðunni hjálplegt?
Frábært það eru góðar fréttir!