fbpx
Menu

Innsýn í námið

Nám fyrir raunfærninemendur

Almennt nám fyrir raunfærninemendur. Þessi námsleið er góð fyrir þá sem hafa farið í eða ætla í raunfærnimat í sinni iðngrein og vantar almennar greinar í námið. Námið er kennt í lotum.

Flestir raunfærninemendur koma gegnum Iðuna fræðslusetur eða Fræðsluskrifstofu rafiðnaðarins.

Raunfærninám er ekki í boði veturinn 2023–2024.

Almennar upplýsingar

Inntökuskilyrði

Skilyrði til þátttöku eru að þú sért tengdur raunfærnimati í þinni iðngrein.

Nánari upplýsingar hjá Jónu Dís Bragadóttur skólastjóra Tæknimenntaskólans.

Að loknu námi

Eftir námið hefur þú aflað þér menntunar í íslensku, ensku og stærðfræði sem nauðsynlegt er að hafa í iðngreinum.

Skipulag og umsókn

Þegar ýtt er á umsóknarhlekk efst á síðu námsbrautar má einnig sjá hvaða áfangar eru í boði.

Nemendur taka þann fjölda áfanga sem þeir þurfa eða ráða við. Ekki nauðsynlegt að taka allt í einu.

Áfangarnir í íslensku, ensku, stærðfræði og íslensku sem öðru máli eru á 1. og 2. þrepi og þeir eru kenndir saman. Það ræðst af kunnáttu nemenda hversu hratt þeir ljúka áföngunum. Sumir nemendur þurfa að taka báða áfangana, á meðan öðrum dugar seinni áfanginn.

Námið er hugsað verkefnastýrt þ.e.a.s. nemendur vinna öll verkefni áfanganna í fyrir fram ákveðinni röð undir leiðsögn kennara. Námshraði stýrist af getu nemenda. Kennt er í 12 vikur, 60 klukkustundir.

 

 

FAQ

Spurt og svarað

Hvað kostar námið?

Sjá upp­lýs­ingar um skóla­gjöld í gjaldskrá Tækni­skólans.

Spurningar

Hafðu samband og við svörum þér um hæl!

  • This field is for validation purposes and should be left unchanged.
Var efnið á síðunni hjálplegt?
Frábært það eru góðar fréttir!