fbpx
Menu

Námsbraut

Raunfærninám – almennar greinar

Almennt nám fyrir raunfærninemendur.

Þessi námsleið er góð fyrir þig sem hefur farið í, eða ætlar í, raunfærnimat í þinni iðngrein og vantar almennar greinar í nám þitt.

Inn­ritun fyrir haustönn opnar í mars og fyrir vorönn í október.

Námið fer eingöngu af stað ef nægilega margir nemendur skrá sig.

Kennsluform: Nám með vinnu

Innsýn í námið

Nám fyrir raunfærninemendur

Flestir raunfærninemendur koma gegnum Iðuna fræðslusetur eða Fræðsluskrifstofu rafiðnaðarins

Námið er kennt í lotum, seinnipartinn og fram á kvöld á þriðjudögum og miðvikudögum og á laugardagsmorgnum.

Námið er kennt á vorönn.

Almennar upplýsingar

Inntökuskilyrði

Skilyrði til þátttöku eru að þú sért tengdur raunfærnimati í þinni iðngrein. Innritun og upplýsingar um áfanga eru undir flipanum „Umsókn“ hér fyrir neðan. Athugið að námið er kennt á vorönn.

Nánari upplýsingar hjá Jónu Dís Bragadóttur, [email protected], sími 514 9301.

Að loknu námi

Eftir námið hefur þú aflað þér menntunar í íslensku, ensku og stærðfræði sem nauðsynlegt er að hafa í iðngreinum.

Skipulag og umsókn

Námsframboð:

Enska: ENSK1LM05YT og ENSK2AE05AT
Íslenska: ÍSLE1UP05YT og ÍSLE2AA05AT
Stærðfræði: STÆR1BB05YT og STÆR2BR05AT
Samtals 30 nýjar einingar

Nemendur taka þann fjölda áfanga sem þeir þurfa eða ráða við.
Ekki nauðsynlegt að taka allt í einu.

Innritun og upplýsingar um áfanga.

Fyrst eru kenndir áfangar á 1. þrepi í um 6 vikur, svo taka við áfangar á 2. þrepi í um 6 vikur. Best er að sitja báða hópa, nauðsynleg ef langt er síðan nemandi tók fyrri áfangann. Ef nemandi á einungis eftir seinni áfangann getur hann aðeins tekið hann.

Áfangi Hlekkur á innritunarvef
ENSK1LM05YT-L
ENSK2AE05AT-L
ÍSLE1UP05YT-L
ÍSLE2AA05AT-L
STÆR1BB05YT-L
STÆR2BR05AT-L
Icelandic as a second language:
ÍSAN1ÍC05AT-L
ÍSAN2ÍC05CT-L

Fyrst eru kenndir áfangar á 1. þrepi í um 6 vikur, svo taka við áfangar á 2. þrepi í um 6 vikur.
Best er að sitja báða hópa, nauðsynleg ef langt er síðan nemandi tók fyrri áfangann.
Ef nemandi á einungis eftir seinni áfangann getur hann aðeins tekið hann.
Námsmat felst ekki í 100% prófi í lokin heldur eru verkefni (einstaklings- og hópverkefni) og próf í hverri viku sem hafa vægi.

 

 

FAQ

Spurt og svarað

Hvað kostar námið?

Verð fyrir fullt nám (6 áfanga) er 102.000 kr.

Hvernig sæki ég um?

Spurningar

Hafðu samband og við svörum þér um hæl!

  • This field is for validation purposes and should be left unchanged.
Var efnið á síðunni hjálplegt?
Frábært það eru góðar fréttir!