Menu

Námsbraut

Undirbúningsnám málm- og véltæknigreina

Ertu að hugsa um málm- eða véltækninám en veist ekki alveg hvað þú vilt? Eða hefur ekki náð lágmarkinu til að komast inn í fagbraut málm- og véltæknigreina?
Þá er þessi námsleið góður undirbúningur, fyrir þig að taka ákvörðun eða fyrir þig að ná góðum tökum á almenna náminu.
Véltækninám er öflugt nám sem er í senn hátækni og handverk.

Innsýn í námið

Grunnur fyrir málm- og véltækni

Námið hentar þeim sem hafa ekki ákveðið hvaða málm- eða véltæknigrein verður fyrir valinu s.s. stálsmíði, blikksmíði, rennismíði, vélvirkjun, vélstjórn eða bifvélavirkjun.

Einni góð námleið ef þú hefur ekki náð lágmarksárangri í stærðfræði, ensku eða íslensku til að komast inn í fagnámið.
Brautin er kennd í dagnámi í Hafnarfirði og tekur eina til fjórar annir.

Almennar upplýsingar

Inntökuskilyrði

Ekki er gerð krafa um sérstök inntökuskilyrði, og meðan nemendur, sem þess þurfa, eru að ná lágmarksárangri í kjarngreinum eru þeir í áhugaverðu iðnnámi málm- og vélgreina samhliða.

Að loknu námi

Ekki er um önnur réttindi að ræða en að nemendur öðlast rétt til að hefja nám í faggrein eftir að hafa náð lágmarksárangri í kjarnagreinum.

Faggreinarnar eru kenndar í Véltækniskólnum og þú getur fundið þær í leit að námi undir flokknum véltækni, vélstjórn.

 

Brautarlýsing

Umsagnir

Skoða skólalífið

Sigurður sem útskrifaðist í vor er kominn í nám í Háskólanum í verkfræði.

Sigurður sem útskrifaðist í vor er kominn í nám í Háskólanum í verkfræði. "Fjölbreytnin í náminu er góður grunnur. Ég finn að ég stend betur að vígi en margir sem eru með mér í verkfræðináminu hér í háskólanum."

FAQ

Spurt og svarað

Þarf að eiga sérstakan búnað fyrir námið?

Nemendur sem hefja nám í Véltækniskólanum verða að koma með eigin öryggisskó, hlífðargleraugu og heyrnahlífar sem skylt er nota í verklegu námi skólans og við aðra vinnu þar sem kennarar krefjast þess að nemendur noti hlífðarbúnað.

Hvernig kemst ég á starfssamning?

IÐAN fræðslusetur hefur sett á laggirnar vefsíðu – www.verknam.is – þar sem nemendur og fyrirtæki geta miðlað upplýsingum sín á milli þ.e.a.s. iðnmeistarar í leit að nema setja þar upp auglýsingar og nemar í leit að námssamning geta gert slíkt hið sama.

Sáttmál um eflingu vinnustaðanáms  – á vefsíðunni má sjá lista yfir fyrirtæki sem staðfest hafa sáttmálan.

Hvenær hefst kennsla?

Sjá upplýsingar í skóladagatali hér á vefnum. 

Hvað kostar námið?

Sjá upplýsingar um skólagjöld í gjaldskrá Tækniskólans.

Er námið lánshæft?

Lánasjóður íslenskra námsmanna veitir allar upplýsingar um lánshæfi náms á www.lin.is eða í síma 560 4000.

Eru efnisgjöld?

Nei, efnisgjöld eru innifalin í skólagjöldum.

Hvenær hefst kennsla?

Sjá upplýsingar í skóladagatali hér á vefnum. 

Er mætingarskylda?

Já,  nánari reglur um skólasókn er að finna hér á vefnum.

Er nemendafélag?

Upplýsingar um félagslíf og nemendafélag eru á síðu um félagslíf.

Hvernig sæki ég um?

Sækja um hnappur er hér á síðunni.

Spurningar

Hafðu samband og við svörum þér um hæl!

  • This field is for validation purposes and should be left unchanged.
Var efnið á síðunni hjálplegt?
Frábært það eru góðar fréttir!