fbpx
Menu

Námsbraut

Undirbúningsnám málm- og véltæknigreina

Ertu að hugsa um málm- eða véltækninám en veist ekki alveg hvað þú vilt? Eða hefur ekki náð lágmarkinu til að komast inn í fagbraut málm- og véltæknigreina? Þá er þessi námsleið góður undirbúningur fyrir þig.

Kennsluform: Dagskóli
Lengd náms: 1-3 annir

Innsýn í námið

Grunnur fyrir málm- og véltækni

Námið hentar þeim sem hafa ekki ákveðið hvaða málm- eða véltæknigrein verður fyrir valinu s.s. stálsmíði, blikksmíði, rennismíði, vélvirkjun, flugvirkjun, vélstjórn eða bifvélavirkjun.

Einnig góð námsleið ef þú hefur ekki náð lágmarksárangri í stærðfræði, ensku eða íslensku til að komast inn í fagnámið því skólinn býður upp á fornámsáfanga í kjarnafögum úr grunnskóla sem hægt er að taka með fagnáminu.

Brautin er kennd í dagnámi í Hafnarfirði og tekur eina til þrjár annir.

Almennar upplýsingar

Inntökuskilyrði

Ekki er gerð krafa um sérstök inntökuskilyrði, og meðan nemendur, sem þess þurfa, eru að ná lágmarksárangri í kjarngreinum eru þeir í áhugaverðu iðnnámi málm- og vélgreina samhliða.

Að loknu námi

Ekki er um önnur réttindi að ræða en að nemendur öðlast rétt til að hefja nám í faggrein eftir að hafa náð lágmarksárangri í kjarnagreinum.

Faggreinarnar eru kenndar í Véltækniskólnum og þú getur fundið þær í leit að námi undir flokknum véltækni, vélstjórn.

 

Brautarlýsing

Umsagnir

Skoða skólalífið

Rafnar Snær Baldvinsson lauk námi árið 2018

Vélstjórnarnámið er mjög fjölbreytt, inniheldur mikið af nytsamlegum upplýsingum og hefur frábæra kennara sem miðla þekkingu eins og þeim einum er lagið.
Þetta nám opnar margar dyr og gerir að verkum að það sé fátt sem að flækist fyrir manni í framtíðinni.
Ég mæli eindregið með þessu námi ef að þú ert forvitin/n um virkni hluta og/eða viðgerðir.

Sigurður sem útskrifaðist í vor er kominn í nám í Háskólanum í verkfræði.

Sigurður sem útskrifaðist í vor er kominn í nám í Háskólanum í verkfræði. "Fjölbreytnin í náminu er góður grunnur. Ég finn að ég stend betur að vígi en margir sem eru með mér í verkfræðináminu hér í háskólanum."

FAQ

Spurt og svarað

Þarf að eiga sérstakan búnað fyrir námið?

Nemendur sem hefja nám í Véltækniskólanum verða að koma með eigin öryggisskó, hlífðargleraugu og heyrnahlífar sem skylt er nota í verklegu námi skólans og við aðra vinnu þar sem kennarar krefjast þess að nemendur noti hlífðarbúnað.

Hvernig kemst ég á starfssamning?

IÐAN fræðslusetur hefur sett á laggirnar vefsíðu – www.verknam.is – þar sem nemendur og fyrirtæki geta miðlað upplýsingum sín á milli þ.e.a.s. iðnmeistarar í leit að nema setja þar upp auglýsingar og nemar í leit að námssamning geta gert slíkt hið sama.

Sáttmál um eflingu vinnustaðanáms  – á vefsíðunni má sjá lista yfir fyrirtæki sem staðfest hafa sáttmálan.

Hvenær hefst kennsla?

Sjá upplýsingar í skóladagatali hér á vefnum. 

Hvað kostar námið?

Sjá upplýsingar um skólagjöld í gjaldskrá Tækniskólans.

Er námið lánshæft?

Lánasjóður íslenskra námsmanna veitir allar upplýsingar um lánshæfi náms á www.lin.is eða í síma 560 4000.

Eru efnisgjöld?

Nei, efnisgjöld eru innifalin í skólagjöldum.

Hvenær hefst kennsla?

Sjá upplýsingar í skóladagatali hér á vefnum. 

Er mætingarskylda?

Já,  nánari reglur um skólasókn er að finna hér á vefnum.

Er nemendafélag?

Upplýsingar um félagslíf og nemendafélag eru á síðu um félagslíf.

Hvernig sæki ég um?

Sækja um hnappur er hér á síðunni.

Spurningar

Hafðu samband og við svörum þér um hæl!

  • This field is for validation purposes and should be left unchanged.
Var efnið á síðunni hjálplegt?
Frábært það eru góðar fréttir!